Náðu í appið
They Have Escaped

They Have Escaped (2014)

Þau hafa flúið, He ovat paenneet

1 klst 42 mín2014

Í myndinni er sögð saga tveggja táninga sem hafa einangrast frá umheiminum og leita stöðugt nýrra flóttaleiða frá samfélagi sem hefur snúið baki við þeim.

Deila:

Söguþráður

Í myndinni er sögð saga tveggja táninga sem hafa einangrast frá umheiminum og leita stöðugt nýrra flóttaleiða frá samfélagi sem hefur snúið baki við þeim. Stúlkan er aðlaðandi og opinská en pilturinn er dulur og stamar. Leiðir þeirra liggja saman á betrunarheimili fyrir unglinga. Pilturinn verður yfir sig hrifinn af stúlkunni og henni reynist létt verk að fá hann til að strjúka með sér. Þau stela bíl og stinga af stað í ferðalag þrungið eiturlyfjum, kynlífi og endalausum flóttaleiðum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Helsinki-filmiFI
Revolver AmsterdamNL

Verðlaun

🏆

Myndin hlaut fjögur Jussi-verðlaun í heimalandinu árið 2015, þar á meðal sem besta mynd og fyrir bestu leikstjórn. Framlag Finna til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna 2015.