Bastille Day
2016
Frumsýnd: 29. apríl 2016
Stundum þarf að líta fram hjá lögunum
92 MÍNEnska
48% Critics 48
/100 Michael Mason er bandarískur vasaþjófur sem stundar iðju sína í París. Dag einn stelur hann tösku sem reynist innihalda meira en veskið sem hann sóttist eftir því taskan springur í loft upp skömmu eftir að hann handleikur hana. Þar með fær hann CIA manninn Sean Briar á hælana og er innan tíðar handtekinn. En Sean áttar sig fljótlega á að Michael er bara... Lesa meira
Michael Mason er bandarískur vasaþjófur sem stundar iðju sína í París. Dag einn stelur hann tösku sem reynist innihalda meira en veskið sem hann sóttist eftir því taskan springur í loft upp skömmu eftir að hann handleikur hana. Þar með fær hann CIA manninn Sean Briar á hælana og er innan tíðar handtekinn. En Sean áttar sig fljótlega á að Michael er bara venjulegur vasaþjófur og reyndar býsna góður sem slíkur. Í stað þess ákæra hann fer Sean fram á að Michael hjálpi honum að komast að því hver bar ábyrgð á sprengjunni með því að nýta sér hæfileika sína til að stela. Samvinnan gengur bara vel og verður svo enn nánari þegar Sean áttar sig á að hann er sjálfur orðinn skotmark glæpamannanna og þarf að beita allri sinni kunnáttu til að forða bæði sér og Michael frá bráðum bana ...... minna