Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Eden Lake 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Þau hefður átt að láta þá í friði

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Eden Lake er hrottafengin og óvægin bresk spennumynd sem hefur vakið mikla athygli hvar sem hún hefur verið sýnd. Segir hún frá leikskólakennaranum Jenny og kærastanum hennar, Steve. Eru þau að leggja af stað í rómantíska helgarferð og er stefnan tekin út úr borginni og út í skóg. Steve er að undirbúa boðorð sitt til Jenny og hefur fundið hinn fullkomna... Lesa meira

Eden Lake er hrottafengin og óvægin bresk spennumynd sem hefur vakið mikla athygli hvar sem hún hefur verið sýnd. Segir hún frá leikskólakennaranum Jenny og kærastanum hennar, Steve. Eru þau að leggja af stað í rómantíska helgarferð og er stefnan tekin út úr borginni og út í skóg. Steve er að undirbúa boðorð sitt til Jenny og hefur fundið hinn fullkomna stað til að biðja hennar. Er það afskekkt stöðuvatn, umgirt skógi og að því er virðist algerlega óbyggt. Friður parsins er þó fljótt úti þegar heilt gengi af óþolandi unglingum koma sér fyrir rétt hjá þeim. Unglingarnir stela eigum parsins og skemma bílinn þeirra svo mikið að þau eru strandaglópar við vatnið. Þegar Steve reynir að standa í hárinu á þeim fer svo allt í háaloft og brátt þarf Jenny að leggja á örvæntingarfullan flótta undan miskunnarlausu og skeytingarlausu genginu. Kemst hún út úr skóginum áður en það verður of seint?... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Ég held að ég fari ekkert í frí á næstunni. Það virðist alltaf enda með einhverjum ósköpum, allavega í þeim bíómyndum sem ég horfi á. Kannski ætti ég að skipta yfir í Disney myndir eða eitthvað. Allavega! Eden Lake er bresk hryllingsmynd í topp klassa. Ungt par ákveður að finna draumastað við vatn til að njóta veðurblíðunnar og svoleiðis. Hópur af unglingum truflar þau og ja...let´s just say ekkert vera að bögga nútíma unglinga. Hlutirnir fara fljótlega úr böndunum og blóðið fer að streyma. Þessi mynd er hröð og brútal þegar hún kemst í gírinn. Maður fær að kynnst helstu persónum vel, en þær eru misjafnlega trúverðugar. Það er tenging við raunveruleikann í þessari mynd sem gerir hana mjög áhrifaríka. Endirinn er auk þess æðislegur. Mæli með þessari fyrir blóðhunda, þið vitið hver þið eruð.

"Follow the blood!"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn