Náðu í appið
116
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Child's Play 1988

(Child's Play 1)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

This doll is killer.

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 58
/100
Catherine Hicks vann Saturn verðlaunin fyrir leik sinn á verðlaunahátíð Academy of Science Fiction, Fantasy

Fjöldamorðinginn Charles Lee Ray er á flótta undan löggunni, og ákveður að setja sál sína í hina vinalegu dúkku Chucky. Það sem hann veit ekki er að lítill strákur, Andy Barcle er um það bil að eignast dúkkuna. Charles treystir á Andy að vernda sig, á meðan hann fremur fjölmörg morð. Þegar hinir fullorðnu fara að hlusta betur á Andy og leggja trúnað... Lesa meira

Fjöldamorðinginn Charles Lee Ray er á flótta undan löggunni, og ákveður að setja sál sína í hina vinalegu dúkku Chucky. Það sem hann veit ekki er að lítill strákur, Andy Barcle er um það bil að eignast dúkkuna. Charles treystir á Andy að vernda sig, á meðan hann fremur fjölmörg morð. Þegar hinir fullorðnu fara að hlusta betur á Andy og leggja trúnað á orð hans, þá er það orðið of seint. ... minna

Aðalleikarar




Andy litli fær dúkku í gjöf sem hann er mjög ánægður með. En það líður ekki á löngu að það fara að gerast dullarfullir atburðir á heimilinu og kemst móðir Andy af því að þessi dúkka sem Andy fékk í gjöf er ekki öll sem hún sýnist vera. Þessi fyrsta mynd í chucky seríuni er mögnuð. Hún er mjög spennandi og lætur mann fá gæsahúð í sumum atriðunum. Ég mæli með þessari mynd og eingin hrollvekjunandi á að láta hana framhjá sér fara. Góða skemmtun með popp og kók.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Algjör snilld! Morðinginn Charles Lee Ray (Brad Dourif) sem er þekktur undir viðnefninu Lakeshore kyrkjarinn er skotinn af löggu og finnur úr að hann er að deyja svo að hann færir sálina úr sér yfir í dúkku sem ber nafnið Good Guy en hlutirnir flækjast þegar að Mamma lítins stráks sem heitir Andy Barclay (Alex Vincent) kaupir hana handa stráksa í afmælisgjöf! Charles kemst svo að því að hann þarf að flytja sig úr líkamanum sem hann er í yfir í mannlegan líkama annars verðurhann dúkka að eilífu! En hann getur aðeins færtsigí líkaman á þeim sem hann sagði leyndarmálið fyrst sem er akkurat hinn sex ára Andy Barclay!


Þessi mynd er mjög mikil snilld og allir sem hafa gaman að góðum hrollvekjum ættu að sjá þessa miklu snilld!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg ágætis mynd. Fjallar um dreng sem fær dúkku sem heitir Good Guy sem að honum langaði alltaf að fá síðan að hann sá auglýsinguna í sjónvarpi. En svo fara að gerast undarlegir hlutir þegar að dúkkan vaknar til lífsins og fer að drepa fullt af fólki og fólk fer að halda að drengurinn sé bilaður. Þetta er algjört rugl verð ég að viðurkenna en samt ótrúlega fyndin mynd, þannig að hún fær 3 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn