London Road (2015)
"Það er ekki allt sem sýnist"
Rétt fyrir jólin 2006 fundust lík fimm ungra kvenna í og við borgina Ipswich í Englandi og olli málið að vonum miklu umróti og skelfingu á meðal íbúanna.
Bönnuð innan 12 ára
Fordómar
BlótsyrðiSöguþráður
Rétt fyrir jólin 2006 fundust lík fimm ungra kvenna í og við borgina Ipswich í Englandi og olli málið að vonum miklu umróti og skelfingu á meðal íbúanna. Lík kvennanna fimm fundust á tímabilinu 2. – 12. desember og það varð strax ljóst að sami morðinginn hafði verið að verki í öll skiptin. Gríðarlega umfangsmikil rannsókn fór af stað og þann 21. desember var maður að nafni Steven Wright ákærður fyrir öll morðin. Steven þessi reyndist eiga heima í friðsamri íbúagötu í Ipswich, London Road, og vaknaði sá grunur að hann hefði í raun myrt allar konurnar heima hjá sér áður en hann flutti líkin þangað sem þau fundust. Þetta kom nágrönnum hans í götunni algerlega í opna skjöldu og næstu daga breyttist hin friðsama gata þeirra í vettvang umfangsmikillar lögreglurannsóknar og miðpunkt allra breskra fjölmiðla ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Myndir
Plaköt
Framleiðendur













