Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Conan the Destroyer 1984

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The Darkest Side of Magic. The Strongest Side of Man.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics
The Movies database einkunn 53
/100
Olivia d'Abo vann Razzie verðlaunin fyrir versti nýliðinn ( worst new star )

Skylmingakappinn og vígamaðurinn hrikalegi, Conan, fær loforð um að ástkona hans verði reist upp frá dauðum, ef hann nær í töfrakristal sem geymdur er í töfravirki. Hann nær í bardagamann, töframann og þjóf, til að hjálpa sér að ná takmarki sínu.

Aðalleikarar


Þetta er allt í lagi afþreying en þetta er samt ekki eins góð mynd og fyrri myndin en samt fín,það er fínn húmor góð bardaga atriði en söguþráðurinn er að mínu mati aðeins of líkur þeirri fyrri en samt er þetta góð afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Conan The Destroyer er framhald hinnar geysigóðu Conan The Barbarian. Aftur fer snillingurinn Arnold Schwarzenegger með aðalhlutverkið, en aukaleikararnir eru ekki jafn góðir og í fyrri myndinni. Þó kom gamli körfuboltakappinn Wilt Chamberlain skemmtilega á óvart.

Sagan er ekki jafn góð og í fyrri myndinni, en samt alveg ágæt, hefur seiðskratta, ófreskjur og fleira sem prýða á ævintýramyndir.

Útlitið er alveg fanntagott og ég er alveg að fíla búningana í myndinni, þeir eru svo flottir og gefa myndinni frekar myrkt útlit. Annars er Arnaldur bara í einhverri skinnbrók og er alltaf ber að ofan, hnykklandi vöðvana, alveg sama hversu kalt á að vera úti.

Þótt að þessi mynd sé ekki jafn góð og fyrirrennari hennar, þá er samt óhætt að mæla með henni fyrir alla þá sem líkar ævintýra og/eða spennumyndir með nóg af slagsmálum og afhausunum, sem og alla Schwarzenegger aðdáendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn