Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Soylent green gerist árið 2022 þegar allt er komið til andskotans, hitabylgja allan ársins hring og erfiðlega gengur að rækta mat, hvað þá annað. Í New York borg er íbúafjöldinn kominn yfir 40 milljónir og helmingurinn er atvinnulaus. Rannsóknarlögreglumanninum Thorn(Charlton Heston) er falið að rannsaka morð á háttsettum ríkum manni og inn í málið blandast verksmiðja sem framleiðir gervimat þ.e.a.s. Soylent green, red og yellow. Thorn býr með rosknum vini sínum Sol(Edward G.Robinson)sem minnist gamalla tíma er lífið var betra. Alveg frábær mynd sem hefur elst alveg gríðarlega vel og skemmtanagildið skín í gegn. Charlton Heston er virkilega svalur í hlutverki sínu og gerir Thorn að mjög sterkum karakter sem maður á auðvelt með að halda með. Edward G.Robinson er líka mjög fínn þó að hlutverk hans sé hálfpartinn klisjukennt þó að um svona gamla mynd sé að ræða. Tækninýjungarnar í þessari mynd eru að vísu engan veginn í samræmi við daginn í dag en slíkt böggar mig persónulega aldrei í sambandi við snilldar framtíðarmyndir. Soylent green er bara svo andskoti góð og þó að hún nái ekki alveg sömu hæðum og Split second og Snake Plissken myndirnar þá er hér á ferðinni klassík sem fær frá mér þrjár og hálfa stjörnu.