The Hitman's Bodyguard (2017)
"Everyone's out to get them... If they don't kill each other first."
Hér segir frá topp-lífverðinum Michael Bryce sem enginn á nokkurt roð í þegar slagsmál eru annars vegar.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Hér segir frá topp-lífverðinum Michael Bryce sem enginn á nokkurt roð í þegar slagsmál eru annars vegar. Dag einn fær hann það nýja verkefni að halda hlífiskildi yfir vitni, Dariusi Kincaid, sem samþykkt hefur að vitna gegn fyrrverandi vinnuveitanda sínum, rússneska glæpakónginum Vladislav Dukhovich, sem á móti skipar sínum mönnum að koma Dariusi fyrir kattarnef með hvaða ráði sem er og hvað sem það kann að kosta. Þegar Michael kemst að því að vitnið er Darius renna hins vegar á hann tvær grímur því þeir tveir hafa margoft tekist á og honum líst ekkert á að eiga að vernda líf mannsins sem í gegnum árin hefur margoft reynt að drepa hann. En skyldan kallar og á næsta sólarhring fá þeir báðir um nóg annað að hugsa en gamlar væringar því útsendarar Vladislavs eru mættir til að kála Dariusi og þeir eru bæði þrjóskir og vel vopnum búnir ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

























