Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Dinner Game 1998

(Le Dîner de cons)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. janúar 1999

80 MÍNFranska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Hinn auðugi ritstjóri Pierre Brochant og vinir hans leika skemmtilegan leik: á hverjum miðvikudegi þá býður einn þeirra heimskasta fíflinu sem hann finnur í mat, þar sem hverjum og einum af gestunum er boðið að tala eins mikið og sjálfa sig og þeir geta. Seinna, eftir að gestirnir eru farnir, þá gera vinirnir grín að gestunum og kjósa heimskasta gestinn.... Lesa meira

Hinn auðugi ritstjóri Pierre Brochant og vinir hans leika skemmtilegan leik: á hverjum miðvikudegi þá býður einn þeirra heimskasta fíflinu sem hann finnur í mat, þar sem hverjum og einum af gestunum er boðið að tala eins mikið og sjálfa sig og þeir geta. Seinna, eftir að gestirnir eru farnir, þá gera vinirnir grín að gestunum og kjósa heimskasta gestinn. Pierre býður François Pignon, manni sem vinnur hjá skattinum og býr til líkön til að reyna að gleyma ástkærri eiginkonu sinni, sem stakk af með vini hans fyrir tveimur árum. En þegar hann fær verk í einn hryggjarlið, þá kemst Pierre ekki í leikinn og þarf því að sitja heima með hinum umhyggjusama, klunnalega og heimska François í íbúð sinni. François reynir allt sem hann getur að hjálpa Pierre, en það fer allt úrskeiðis og martröð Pierre hefst. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Þessi mynd er svona týpískur farsi um aulann sem vill hjálpa til en er þeirri ólukku gæddur að geta varla svarað í síma án þess að allt fari til fjandans. Jaques Villeret er drepfyndinn í hlutverki hálfvitans, Francois Pignon og hinir leikararnir standa sig ekkert síður. Ef þú ert hrifinn af erlendum myndu þá mæli ég allveg með þessari. Fínasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn