Náðu í appið
Mary Queen of Scots

Mary Queen of Scots (2018)

"Bow to No One"

2 klst 4 mín2018

Saoirse Ronan og Margot Robbie leika hér þær Maríu Stúart Skotadrottningu annars vegar og hins vegar Elísabetu 1.

Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Söguþráður

Saoirse Ronan og Margot Robbie leika hér þær Maríu Stúart Skotadrottningu annars vegar og hins vegar Elísabetu 1. Englandsdrottningu, en þær háðu afdrifaríka baráttu um völdin yfir Bretlandseyjum um miðja sextándu öld. Myndin er byggð á bókinni Queen of Scots: The True Life of Mary Stuart eftir John Guy sem kom út árið 2004 og lýsti eins og titilinn ber með sér fyrst og fremst lífi Maríu Stúart sem var fædd árið 1542 og var réttborin drottning Skota. Hún ólst þó að mestu upp í Frakklandi þar sem hún giftist aðeins sextán ára að aldri verðandi konungi Frakka, Francis II, sem tók nokkrum mánuðum síðar við konungdóminum og lést svo nokkrum mánuðum eftir það. Átján ára að aldri var María því bæði orðin ekkja og drottning Frakklands auk þess að vera eins og áður segir réttborin drottning Skota. Á þessum tíma gerðu bæði Frakkar og Englendingar tilkall til yfirráða í Skotlandi og lögðu Frakkar hart að Maríu að taka undir kröfur þeirra. Það vildi hún hins vegar ekki gera og ákvað að fara frekar til Skotlands og taka þar við völdum sem drottning Skota. Hún giftist aftur en varð ekkja skömmu síðar í annað sinn þegar eiginmaður hennar var myrtur. Í hönd fóru róstusamir tímar þar sem einkalíf Maríu var á milli tannanna á fólki eftir að hún giftist í þriðja sinn enda töldu margir að hún hefði sjálf ákveðið að láta myrða eiginmann sinn til að geta gifst morðingjanum. Og þegar María ákvað síðan að gera tilkall til ensku krúnunnar hófst mögnuð barátta milli hennar og frænku hennar, Elísabetar 1. Englandsdrottningar.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Josie Rourke
Josie RourkeLeikstjórif. -0001
Beau Willimon
Beau WillimonHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Focus FeaturesUS
Working Title FilmsGB
3dot ProductionsUS
Perfect World PicturesUS