Náðu í appið
Önd önd gæs

Önd önd gæs (2018)

Duck Duck Goose

"Family can be a Wild Ride"

1 klst 31 mín2018

Gæsapiparsveinn, þarf að tengjast tveimur týndum ungum nánum böndum á leið sinni suður á bóginn.

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Gæsapiparsveinn, þarf að tengjast tveimur týndum ungum nánum böndum á leið sinni suður á bóginn. Önd, önd, gæs er glæný teiknimynd um unglingsgæsina Peng sem heldur að hann sé snjallasta gæsin í gæsahópnum og þurfi ekkert að æfa sig fyrir haustferðina suður á bóginn. Þetta viðhorf á eftir að koma honum í koll ... en þó með þeim óvæntu afleiðingum að hann eignast tvo fósturunga! Það skemmtilegasta sem Peng gerir er að fljúga um loftin blá á miklum hraða og taka alls konar áhættu. Hann á hins vegar erfitt með að fylgja reglum og halda aga og er af þeim sökum t.d. óhæfur til að fara fremstur í oddafluginu sem gæsir nota til að komast lengra og fljúga léttara þegar þær eru að ferðast á milli staða, ekki síst heimsálfa eins og þær gera flestar tvisvar á ári. Dag einn gerir Peng mistök í áhættufluginu með tvöföldum afleiðingum. Annars vegar meiðir hann sig í öðrum vængnum sem kemur tímabundið í veg fyrir að hann geti flogið og hins vegar verður honum á að tvístra andahóp þannig að tveir litlir andarungar verða viðskila við fjölskyldu sína. Þótt Peng hafi síst af öllu ætlað sér að gerast fósturfaðir getur hann ekki skilið ungana eftir og þar með hefst nýr kafli í lífi hans ... og andarunganna tveggja.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Christopher Jenkins
Christopher JenkinsLeikstjórif. -0001
Tegan West
Tegan WestHandritshöfundur
Rob Muir
Rob MuirHandritshöfundur

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Original Force AnimationCN
GFM AnimationGB
Wanda PicturesCN