Náðu í appið
SuperFly

SuperFly (2018)

"Redefine The Hustle"

1 klst 56 mín2018

Hinn ungi eiturlyfjasali Youngblood Priest hefur grætt á tá og fingri á eiturlyfjamarkaðinum í Atlanta en er búinn að fá nóg af hættunum sem fylgja...

Rotten Tomatoes51%
Metacritic52
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Hinn ungi eiturlyfjasali Youngblood Priest hefur grætt á tá og fingri á eiturlyfjamarkaðinum í Atlanta en er búinn að fá nóg af hættunum sem fylgja og hefur ákveðið að draga sig í hlé. En fyrst ætlar hann að sjá um einn díl enn. Superfly gerist í hörðum heimi eiturlyfjaviðskipta í borginni Atlanta í Georgíu þar sem enginn er annars bróðir í leik og allt getur gerst, enda skipta milljónir dollara um hendur í þessum bransa á hverjum degi. En þótt ávinningurinn freisti margra er áhættan líka mikil því ekki bara er löggan aldrei langt undan heldur svífast flestir keppinautarnir einskis þegar biti af kökunni er annars vegar og loforða- og samningssvik eru engar nýjar fréttir. Þótt ungur sé að árum hefur Youngblood Priest náð ótrúlegum árangri í þessum heimi. En kemst hann lifandi frá honum?

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Director X.
Director X.Leikstjórif. -0001
Alex Tse
Alex TseHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Columbia PicturesUS
Silver PicturesUS
Sony PicturesUS