Náðu í appið
A Private War

A Private War (2018)

"The Most Powerful Weapon is the Truth."

1 klst 50 mín2018

Mögnuð saga verðlaunablaðakonunnar Marie Colvin sem frá árinu 1985 og allt til dauðadags starfaði fyrir breska dagblaðið The Sunday Times, lengst af við öflun frétta...

Rotten Tomatoes87%
Metacritic75
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Mögnuð saga verðlaunablaðakonunnar Marie Colvin sem frá árinu 1985 og allt til dauðadags starfaði fyrir breska dagblaðið The Sunday Times, lengst af við öflun frétta og frásagna frá stríðshrjáðum héruðum og löndum. Saga Marie Colvin er jafnframt saga af óbugandi viljaþreki og hugrekki þessarar stórmerku konu sem fann köllun sína í að koma fréttum frá hættulegustu stöðum Evrópu, Asíu og Norður-Afríku á framfæri við heiminn og lagði sjálfa sig um leið í hina mestu lífshættu. Hennar eigin orð um það hvers vegna hún var tilbúin til að leggja líf sitt í hættu voru að öðruvísi gæti hún ekki gefið þeim raddlausu rödd og þeim ósýnilegu sem þjáðust vegna aðgerða stríðsherranna tilvist frammi fyrir alþjóðasamfélaginu. Myndin þykir lýsa því afar vel við hvaða aðstæður Marie starfaði alla tíð og gefur um leið sannferðuga mynd af því úr hverju hún var gerð ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Matthew Heineman
Matthew HeinemanLeikstjórif. -0001

Aðrar myndir

Marie Brenner
Marie BrennerHandritshöfundur
Arash Amel
Arash AmelHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Kamala FilmsUS
Thunder RoadUS
Denver & Delilah ProductionsUS
Savvy Media HoldingsUS
Our Time ProjectsUS