Náðu í appið
55 Steps

55 Steps (2017)

"Friendship makes all things possible."

1 klst 55 mín2017

Sannsöguleg mynd um Eleanor Riese sem var greind með geðklofa og aðrar geðraskanir en sætti sig ekki við að vera gefin lyf gegn vilja sínum...

Rotten Tomatoes50%
Metacritic42
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:HræðslaHræðsla

Söguþráður

Sannsöguleg mynd um Eleanor Riese sem var greind með geðklofa og aðrar geðraskanir en sætti sig ekki við að vera gefin lyf gegn vilja sínum og fékk til liðs við sig lögfræðinginn Colette Hughes til að öðlast sjálfsákvörðunarrétt í þeim málum. Fyrir árið 1988 giltu í Bandaríkjunum svonefnd Lanterman–Petris-lög sem heimiluðu yfirvöldum að ekki bara taka fólk úr umferð og loka það inni gegn sínum vilja ef viðkomandi var greindur með geðsjúkdóm heldur og að neyða sjúklingana til að taka inn geðlyf gegn sínum vilja. Í því hafði Eleanor Riese margoft lent og hélt því fram að mörg af þeim lyfjum sem neydd höfðu verið ofan í hana hefðu gert líf hennar verra. Með aðstoð lögfræðingsins Colette Hughes og lærimeistara hennar, Mort Cohen, sagði hún þessum lögum stríð á hendur ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Elsani FilmDE
Potemkino PortBE
MMC MoviesDE
Mass Hysteria EntertainmentUS
Aloe EntertainmentUS
BNP Paribas FortisBE