Brightburn (2019)
"Imagine What He Could Become"
Bændahjónin Kyle og Tori Breyer vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar eitthvað sem líkist loftsteini skellur á landareign þeirra.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Bændahjónin Kyle og Tori Breyer vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar eitthvað sem líkist loftsteini skellur á landareign þeirra. Við athugun á málinu finna þau kornabarn sem virðist hafa komið með þessari sendingu utan úr geimnum og ákveða að ganga því í foreldra stað. Það á ekki eftir að fara vel. Hafa ýmsir bent á að grunnsagan í myndinni líkist sögunni um það þegar Súperman kom til jarðar og var tekinn í fóstur af Kent-hjónunum. Munurinn er hins vegar sá að þegar þessi ungi maður utan úr geimnum, sem Breyer-hjónin nefna Brandon, vex úr grasi og uppgötvar að hann er gæddur nánast sömu ofurkröftum og Súperman nýtir hann þá ekki til góðs heldur til að hefna sín á þeim sem hann telur hafa gert á sinn hlut. Þar eru skólafélagarnir efstir á blaði eftir að hafa veist að honum um árabil og beitt hann einelti og ekki síður skólayfirvöld sem sýndu honum lítinn skilning ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

























