Náðu í appið
An Evening with Beverly Luff Linn

An Evening with Beverly Luff Linn (2018)

"A love triangle with too many sides."

1 klst 48 mín2018

Brothætt samband hjónanna Lulu og Shane Danger klofnar í tvennt þegar dularfull persóna úr fortíð Lulu kemur til bæjarins til að halda eina sýningu á...

Rotten Tomatoes52%
Metacritic54
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Síminn

Söguþráður

Brothætt samband hjónanna Lulu og Shane Danger klofnar í tvennt þegar dularfull persóna úr fortíð Lulu kemur til bæjarins til að halda eina sýningu á einhverju sem enginn nema hann veit hvað er – og kannski Lulu. Grín- og glæpafarsinn An Evening with Beverly Luff Linn fjallar um vægast sagt stórfurðulegar persónur sem taka upp á stórfurðulegum hlutum af stórfurðulegum ástæðum. Eins og það hafi ekki verið nógu slæmt þegar Shane rak Lulu úr vinnu í stað ónytjunganna tveggja sem enn vinna hjá honum þá versnar staða hennar verulega þegar Beverly Luff Linn mætir á svæðið, en hann er sennilega gamall elskhugi hennar. Hún afræður því að ráða vonlausan leigumorðingja að nafni Colin til að leigja með sér herbergi á hótelinu sem Beverly er á með það að markmiði að senda hann yfir móðuna miklu áður en eitthvað fer illa úrskeiðis ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Jim Hosking
Jim HoskingLeikstjórif. -0001
David Wike
David WikeHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Park Pictures FeaturesUS
Rook FilmsGB
Wigwam FilmsGB
Film4 ProductionsGB