Love at First Bark (2017)
"Þegar allt gengur upp ..."
Innanhússhönnuðurinn Julia Galvins hefur enga reynslu af hundahaldi en ákveður samt að taka að sér heimilislausan hund sem hún sér á hundasýningu og fellur fyrir.
Öllum leyfðSöguþráður
Innanhússhönnuðurinn Julia Galvins hefur enga reynslu af hundahaldi en ákveður samt að taka að sér heimilislausan hund sem hún sér á hundasýningu og fellur fyrir. En reynsluleysið segir fljótlega til sín og til að bjarga málunum ákveður hún að leita til hundaþjálfarans Owens Michaels. Því er ekki að neita að þegar þau Julia og hundaþjálfarinn Owen hittast í fyrsta skipti byrjar nánast samstundis að neista á milli þeirra enda eru þau bæði á lausu. Það er hins vegar ekki fyrr en Julia tekur að sér að hanna nokkurs konar hundasnyrtistofu og tilheyrandi aðstöðu fyrir hunda að hlutirnir fara að gerast því til að allt verði örugglega vel gert ákveður hún á ný að leita til Owens. Þar með upphefst ástarævintýri á milli þeirra þar sem þau komast þau að því að þau eiga mun meira sameiginlegt en áhuga á hundum ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Plaköt
Framleiðendur

















