Aðalleikarar
Leikstjórn
Víðfræg og einstök dans- og söngvamynd, byggð á þekktum Broadwaysöngleik, sem hlaut 8 óskarsverðlaun árið 1972, þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins. Bakgrunnurinn er hispurslaus næturklúbbur í hinni opnu Berlín fyrirstríðsáranna, þar sem ekkert var heilagt. Leikstýrð af kunnáttu og innsæi eins hugmyndaríkasta kvikmyndaleikstjóra aldarinnar, Bob Fosse, en hann hlaut óskarinn fyrir leikstjórn sína á myndinni. Myndin er borin uppi af stórleik tveggja leikara sem aldrei hafa leikið betur á ferli sínum, þeirra Lizu Minnelli og Joel Gray. Liza Minnelli hlaut óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn og Joel Gray hlaut óskar sem besti leikari í aukahlutverki, þau fara hreint á kostum og eru stórfengleg í hlutverkum sínum. Aftur á móti eru þeir Michael York og Christopher Isherwood frekar slakir í sínum hlutverkum. Ég gef Cabaret þrjár og hálfa stjörnu, einkum vegna stórfenglegrar myndatöku, stórleiks Minnelli og Gray, vel skrifaðs handrits og góðrar leikstjórnar Bob Fossé. Ég mæli með myndinni, einkum vegna þess að hún er heillandi og er einkar vel gerð. Og stendur það uppúr í mínum huga, tvímælalaust. Ein af bestu dans- og söngvamyndum kvikmyndasögunnar.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Christopher Isherwood, John Van Druten
Framleiðandi
Twentieth Century Fox Home Entertainment
Aldur USA:
PG