Náðu í appið
Öllum leyfð

Cabaret 1972

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Life is a Cabaret

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 80
/100
Myndin vann átta Óskarsverðlaun. Liza Minnelli fyrir bestan leik í aðalhlutverki, Bob Fosse fyrir leikstjórn, Joel Grey fyrir bestan leik í aukahlutverki. Listræn stjórnun, hljóð, klipping, tónlist og kvikmyndataka fengu einnig Óskarsverðlaunin.

Sagan gerist í Berlín í Þýskalandi árið 1930, á tima þar sem pólitískur órói skekur landi, efnahagurinn er í rúst, og milljónir atvinnulausra ráfa um strætin. Í þessu umhverfi starfar bandarískur kabarettdansari, Sally Bowles. Hún vinnur á Kit-Kat klúbbnum niðri í miðbæ, þar sem kennir ýmissa grasa á sviðinu. Inn í líf þessa unga dansara koma... Lesa meira

Sagan gerist í Berlín í Þýskalandi árið 1930, á tima þar sem pólitískur órói skekur landi, efnahagurinn er í rúst, og milljónir atvinnulausra ráfa um strætin. Í þessu umhverfi starfar bandarískur kabarettdansari, Sally Bowles. Hún vinnur á Kit-Kat klúbbnum niðri í miðbæ, þar sem kennir ýmissa grasa á sviðinu. Inn í líf þessa unga dansara koma ýmsar persónur, svo sem ríkur þýskur stjórnmálamaður, ungur Gyðingur sem á í vandræðum með eigin sjálfsvitund, enskukennari frá London og svo auðvitað, hinn allsráðandi og alltumlykjandi sýningarstjóri. Sally verður ástfangin af hinum tvíkynhneigða Brian og þau eru síðan bæði dregin á tálar af Max, ríkum glaumgosa. Sally verður ófrísk, og Brian býðst til að giftast henni. ... minna

Aðalleikarar


Víðfræg og einstök dans- og söngvamynd, byggð á þekktum Broadwaysöngleik, sem hlaut 8 óskarsverðlaun árið 1972, þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins. Bakgrunnurinn er hispurslaus næturklúbbur í hinni opnu Berlín fyrirstríðsáranna, þar sem ekkert var heilagt. Leikstýrð af kunnáttu og innsæi eins hugmyndaríkasta kvikmyndaleikstjóra aldarinnar, Bob Fosse, en hann hlaut óskarinn fyrir leikstjórn sína á myndinni. Myndin er borin uppi af stórleik tveggja leikara sem aldrei hafa leikið betur á ferli sínum, þeirra Lizu Minnelli og Joel Gray. Liza Minnelli hlaut óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn og Joel Gray hlaut óskar sem besti leikari í aukahlutverki, þau fara hreint á kostum og eru stórfengleg í hlutverkum sínum. Aftur á móti eru þeir Michael York og Christopher Isherwood frekar slakir í sínum hlutverkum. Ég gef Cabaret þrjár og hálfa stjörnu, einkum vegna stórfenglegrar myndatöku, stórleiks Minnelli og Gray, vel skrifaðs handrits og góðrar leikstjórnar Bob Fossé. Ég mæli með myndinni, einkum vegna þess að hún er heillandi og er einkar vel gerð. Og stendur það uppúr í mínum huga, tvímælalaust. Ein af bestu dans- og söngvamyndum kvikmyndasögunnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn