Náðu í appið
A Walk on the Moon

A Walk on the Moon (1999)

1 klst 47 mín1999

Sagan gerist í Bandaríkjunum árið 1969.

Rotten Tomatoes72%
Metacritic71
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:KynlífKynlífVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Sagan gerist í Bandaríkjunum árið 1969. Bandaríkjamenn eru um það bil að fara að lenda á Tunglinu, Víetnamstríðið er að brjótast út, og það eru frábærir tónleikar að hefjast í Woodstock. Á sumardvalarstað fyrir gyðingafjölskyldur, skammt frá Woodstock, er Alison og fjölskylda hennar í sumarfríi. Pearl, móðirinn, er ung og aðlaðandi, en lífið hefur ekki orðið eins og hún ætlaði sér, hún varð snemma ófrísk eftir æskuástina, og gaf drauma sína upp á bátinn til að helga sig uppeldi barnanna. Marty, faðirinn, er fjarverandi, þar sem hann er upptekinn við að hjálpa til við sjónvarpsútsendingu frá lendingunni á Tunglinu. Dag einn kemur heillandi farandsölumaður í hlaðið, sem selur föt og ýmsan smávarning. Hann er ástríðufullur og ákafur, og saman stinga þau Pearl af til Woodstock, þar sem atburðir gerast sem hafa djúpstæð áhrif. Marty spyr Pearl um ástarævintýrið, og þau verða að endurskoða samband sitt í kjölfarið.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

MiramaxUS
Village Roadshow PicturesUS
Groucho II Film Partnership
Punch 21 Productions