Þrjótarnir (2022)
The Bad Guys
"Good is No Fun at All"
Aldrei hafa fimm vinir verið eins alræmdir og Þrjótarnir - hinn töfrandi vasaþjófur Mr.
Öllum leyfðSöguþráður
Aldrei hafa fimm vinir verið eins alræmdir og Þrjótarnir - hinn töfrandi vasaþjófur Mr. Wolf, hinn gamalreyndi sérfræðingur í peningaskápum Mr. Snake, dulargervameistarinn Mr. Shark, hinn skapstyggi þrjótur Mr. Piranha og hinn tungulipri hakkari Ms. Tarantula, öðru nafni Webs. En þegar gengið er loksins gómað þá gerir Mr. Wolf samning um að ef þau sleppi við fangavist þá ætli þau að hætta öllu misjöfnu. Þau ætla að sjálfsögðu ekki að virða samninginn en hyggjast blekkja heiminn og láta alla trúa að þau séu orðin hin mestu ljúfmenni. Á sama tíma fer Mr. Wolf þó að spá í hvort að góðverkin muni veita honum það sem hann hefur alltaf þráð: viðurkenningu. En þegar nýr þrjótur ógnar borginni, mun Mr. Wolf takast að sannfæra hina um að verða ... The Good Guys, eða Góðu gaurarnir?
Aðalleikarar
Vissir þú?
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur




























