Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Sling Blade 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Sometimes a hero comes from the most unlikely place.

135 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 84
/100
Billy Bob Thornton fékk Óskarsverðlaun fyrir handrit. Einnig tilnefndur fyrir leik í aðalhlutverki.

Karl er að hluta til fatlaður. Honum er sleppt úr geðspítala 20 árum eftir að hann myrti móður sína og aðra manneskju til. Karl er oft spurður að því hvort að hann muni nokkurn tímann myrða á ný, og hann svarar því til að það sé engin ástæða til þess. Núna, þegar hann er sloppinn af geðspítalanum, þá kemur hann sér fyrir í sínum gamla heimabæ,... Lesa meira

Karl er að hluta til fatlaður. Honum er sleppt úr geðspítala 20 árum eftir að hann myrti móður sína og aðra manneskju til. Karl er oft spurður að því hvort að hann muni nokkurn tímann myrða á ný, og hann svarar því til að það sé engin ástæða til þess. Núna, þegar hann er sloppinn af geðspítalanum, þá kemur hann sér fyrir í sínum gamla heimabæ, og vinnur við að laga vélar. Eftir að hann hittir ungan dreng að nafni Frank, sem verður vinur hans, þá er Karl boðið að dvelja á heimili Frank ásamt móður hans Linda, sem lítur á Karl sem skrýtinn en blíðan og göfuglyndan mann. En ofbeldisfullur kærasti Linda, Doyle, sér hlutina í öðru ljósi og móðgar samkynhneigðan vin Lindu, Vaughan, ítrekað og gerir grín að fötlun Karl, og skemmtir sér grimmt með vinum sínum. Eftir því sem samband Karl og Frank þróast, þá fylgist hann betur með ógnandi tilburðum Doyle.... minna

Aðalleikarar


Stórkostlegt afrek hjá Billy Bob Thornton. Hér sýnir Billy að hann er ekki einungis góður leikari, heldur er hann einnig afbragðsgóður leikstjóri og handritshöfundur. Leikstjórn hans er virkilega góð, og handrit hans að myndinni er stórkostlegt(enda vann hann Óskarinn fyrir það). Sagan í myndinni er virkilega góð, frammistöður þeirra Billy Bobs, Dwight Yoakam, J.T. Walsh, John Ritter og Robert Duvalls eru stórkostlegar. Stórkostlegt verk frá einstökum leikara/leikstjóra. Og vonandi að við fáum að sjá Billy Bob oftar í leikstjórastólnum. P.s: Mæli með að fólk sjái Director's Cut af myndinni. Hún er 22 mínútum lengri og vel þess virði að kíkja á. Og DVD Special Edition útgáfan af myndinni er virkilega pökkuð af aukaefni sem er virkilega gaman að skoða(hægt að fá hana í BT). Meistaraverk sem ég mæli þokkalega með fyrir alla að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég leigði Sling Blade á leigu fyrir stuttu og ég bjóst ekki við svona rosalega góðri mynd, þetta var myndinn sem gerði Billy Bob Thornton frægan. Hún fjallar í stuttu máli um mann sem sem er fatlaður og er búinn að vera á geðveikhæli frá því að hann var tólf ára þegar hann drap móður sína og elskhuga hennar. Svo tuttugu og fimm árum síðar þá var honum sleppt af hælinu útaf því að geðlæknarnir héldu að hann ekki geðveikur lengur. Svo fjallar myndin eiginlega um hann að reyna að lifa að útí heiminum, hann kynnist einum strák og fær vinnu við að gera við vælar og þannig. Jæja það er eiginlega hvað hún er um, Aðalhlutverk eru: Billy Bob Thornton, Dwight Yoakam, J.T Walsh, John Ritter og Lucas Black. Það sem ég vissi ekki fyrst er að hann Billy Bob Thornton skrifaði handritið og leikstýrði henni, hún er eitt af uppáhalds myndum mínum og ég gef henni fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Á bakvið þessa mynd er alevg rosalega skemmtileg saga. Karl er fatlaður og á foreldra sem hafa ekki mikið álit á honum að þeim sökum. Einn daginn kemur hann að mömmu sinni að hafa samfarir með öllum tilheyrandi hljóðum. Hann misskilur þetta og heldur að elskuhuginn sé að misþyrma móður sinni og drepur hann. Þá er hann sendur á geðveikrahæli. Þegar kemur að því að útskrifast fer hann í heimabæ sinn og kynnist þar ungum pilti sem hefur það frekar bágt, mamma hans er með algjörum drullusokki. Karl og strákurinn verða miklir vinir og treysta hvor öðrum. Þetta var bara brotabrot um söguþráðinn. Já Billy Bob og sömuleiðis strákurinn eiga svo sannarlega allt hrós og öll verðlaun skilið fyrir frábæra túlkun. Reyndar fullt af öðrum leikurum líka. Þessi mynd er með betri myndum sem ég hef séð, maður gleymir henni seint.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sannkölluð gæðamynd sem hefur vakti verðskuldaða athygli og vann jafnframt til fjölmargra verðlauna fyrir leik, handrit og leikstjórn. Hér segir frá hinum þroskahefta Karl Childers (Billy Bob Thornton) sem hefur verið lokaður inni á geðveikrahæli frá 12 ára aldri fyrir að myrða móður sína og elskhuga hennar. Karl hafði komið að þeim í rúminu og sannfærst um að það sem þau voru að gera væri eitthvað afskaplega ljótt sem nauðsynlegt væri að stöðva. Nú, 25 árum seinna, hefur stjórn hælisins ákveðið að Karl sé ekki lengur hættulegur samfélaginu og því beri að láta hann lausan. Karl sjálfur hefur engan áhuga á að fara út fyrir veggi hælisins og reyna fyrir sér í lífinu, en neyðist til að fara að vilja stjórnarinnar. Þrátt fyrir fötlunina tekst honum fljótlega að fá vinnu á litlu verkstæði við vélaviðgerðir, enda er hann afskaplega laginn við slíkt. Hann kynnist síðan hinum unga Frank Wheatley (Lucas Black) sem verður fyrsta persónan til að taka Karli eins og hann er og án fordóma. Á milli þeirra myndast sterk vináttubönd og svo fer að Karl vingast einnig við móður piltsins, Lindu. Sú vinátta leiðir til þess að Karl fær húsnæði til eigin afnota hjá þeim og kann sínum hag vel. En skjótt skipast veður í lofti ... Myndin fékk m.a. óskarinn 1996 fyrir besta handrit ársins byggt á öðru efni, auk þess sem aðalleikarinn, Billy Bob Thornton, sem skrifaði einnig fyrrnefnt verðlaunahandrit og leikstjóri myndarinnar, var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki karla 1996. Meðal annarra leikara myndarinnar má nefna óskarsverðlaunaleikarann Robert Duvall (sem á stórleik í hlutverki föður Karls) og ennfremur þau Dwight Yoakam, Lucas Black, John Ritter, Natalie Canerday, James Hampton og J.T. Walsh heitinn sem fer á kostum í hlutverki Charles Bushman. Ég mæli eindregið með þessari kvikmynd sem er án nokkurs vafa ein af allra bestu myndum ársins 1996. Alls ekki missa af henni!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn