The Painter and the Thief (2020)
Ung tékknesk listakona, Barbora Kyskilkova, flytur frá Osló til Berlínar til að gerast listmálari.
Söguþráður
Ung tékknesk listakona, Barbora Kyskilkova, flytur frá Osló til Berlínar til að gerast listmálari. Í apríl árið 2015 er tveimur verðmætustu verkum hennar stolið, en ránið á sér stað um miðjan dag, í Gallerí Nobel í miðborg Oslóar. Hún fyllist örvæntingu og vill komast að því hvar málverkin eru niðurkomin, og fær óvænt tækifæri til að kynnast manninum sem rændi verkunum, glæpamanninum Karl-'Bertil' Nordland. Kvikmyndagerðarmaðurinn Benjamin Ree byrjar að fylgjast með málinu eftir að Barbora býður þjófinum að sitja fyrir á mynd. Í þessari heimildarmynd er fylgst með sambandinu sem myndast á milli listakonunnar og þjófsins.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur




Verðlaun
Vann dómnefndarverðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni.















