Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Seiðkarlinn sem Ingvar E. Sigurðsson leikur er klæddur í kvenmannsföt. Á járnöld í Skandinavíu var litið á galdra sem kvenkyns athæfi og orð sem notuð eru um karlkyns töframenn eru þau sömu og notuð eru sem skammaryrði yfir samkynhneigða. Það er áhugavert að Óðinn, sem er æðstur Norrænu guðanna, var töframaður og er sagður hafa dulbúið sig sem konu svo hann gæti lært galdra hjá gyðjunum.
Sögulegir ráðgjafar voru Neil Price, höfundur The Viking Way: Religion and War in Late Iron Age Scandinavia og Children of Ash and Elm: A History of the Vikings og bókmenntafræðingurinn Jóhanna Katrín Friðriksdóttir höfundur Valkyrie: The Women of the Viking World.
Bróðir Alexander Skarsgård, Bill Skarsgård, var upphaflega ráðinn í hlutverk Þóris, en hætti við vegna árekstra við önnur verkefni eftir að tökum var frestað vegna faraldursins.
Valkyrjan klæðist hjálmi sem skreyttur er með bronslituðum svani. Í norrænni goðafræði geta valkyrjur brugðið sér í svanslíki.
Myndin gerist árið 914 á landnámsöld sem vísar til landnáms Íslands, áður en Alþingi er sett á stofn.
Anya Taylor-Joy, Ralph Ineson og Kate Dickie léku öll undir stjórn Robert Eggers í The Witch: A New-England Folktale (2015).
Þetta er annað samstarfsverkefni Nicole Kidman og Alexander Skarsgård eftir sjónvarpsþættina Big Little Lies (2017) þar sem þau léku hjón. Hér leika þau mæðgin.