Where the Crawdads Sing (2022)
"Secrets are buried just beneath the surface"
Kya Clark, sem bæjarbúum í Barkley Cove þykir dularfull og óútreiknanleg, og gengur undir nafninu March Girl, er yfirgefin ung af fjölskyldu sinni.
Deila:
Bönnuð innan 12 áraÁstæða:
Ofbeldi
Hræðsla
Blótsyrði
Ofbeldi
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Kya Clark, sem bæjarbúum í Barkley Cove þykir dularfull og óútreiknanleg, og gengur undir nafninu March Girl, er yfirgefin ung af fjölskyldu sinni. Myndin segir frá uppvexti hennar á sjötta áratug tuttugustu aldarinnar í suðurríkjum Bandaríkjanna. Dag einn finnst maður myrtur sem Kya átti eitt sinn í ástarsambandi við og hún er nú grunuð um verknaðinn.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Höfundur skáldsögunnar sem kvikmyndin er byggð á, Delia Owens, sést á fremsta bekk á bakvið lögfræðinginn Tom þegar móðir Chase ber vitni um að Chase hafi aldrei tekið af sér skeljahálsmenið.
Lagið sem Chase syngur fyrir Kya fyrir svefninn er Long Black Veil frá árinu 1959 eftir Lefty Frizzell. Þetta er þjóðlag um mann sem neitar að gefa upp fjarvistarsönnun þegar hann er sakaður um morð sem hann framdi ekki.
Stikla myndarinnar var frumsýnd á afmælisdegi framleiðandans Reese Witherspoon, 22. mars.
Í kvikmyndinni, sem byggð er að sögu Delia Owens, er aðalsöguhetjan sökuð um að hafa framið dularfullt morð. Stuttu eftir frumsýningu myndarinnar þá tilkynntu yfirvöld í Zambíu að þau vildu yfirheyra Owens og fyrrum eiginmann hennar Mark, vegna dráps á grunuðum veiðiþjófi. Atvikið átti sér stað á veiðieftirlitsferð sem er hluti af verndaráætlun sem Owen hjónin reka.
Höfundar og leikstjórar
Héctor AlterioLeikstjóri

Lucy AlibarHandritshöfundur
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

3000 PicturesUS

Hello SunshineUS

HarperCollins PublishersUS


















