Náðu í appið
To Wong Foo Thanks for Everything, Julie Newmar

To Wong Foo Thanks for Everything, Julie Newmar (1995)

"Attitude is everything."

1 klst 49 mín1995

Eftir að hafa í sameiningu unnið dragdrottningakeppni í New York, þá vinna þær Noxeema Jackson og Vida Boheme sér rétt til að keppa í dragdrottningakeppni...

Rotten Tomatoes49%
Metacritic60
Deila:
To Wong Foo Thanks for Everything, Julie Newmar - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Eftir að hafa í sameiningu unnið dragdrottningakeppni í New York, þá vinna þær Noxeema Jackson og Vida Boheme sér rétt til að keppa í dragdrottningakeppni Bandaríkjanna í Hollywood í Kaliforníu. Noxeema lítur á sjálfa sig sem arftaka Dorothy Dandridge, sem sætti sig aldrei við hefðbundin hlutverk blökkukvenna í Hollywood. Stíll Vida endurspeglar uppvöxt í úthverfi Pennsylvaníu. Ein af þeim sem keppti á móti þeim, Chi-Chi Rodriguez, er frekar lítt reynd dragdrottning, og þær Vida og Noxeema ákveða að selja flugmiðana sína og kaupa gamla Cadillac bifreið í staðinn til að leyfa Chi-Chi að koma með til Hollywood. Á leiðinni yfir Bandaríkin koma þær á ýmsa staði þar sem lífstíll eins og þeirra er framandi fyrir mörgum. Þær ílengjast í Snydersville, þegar bíllinn bilar, og þurfa að horfa í eigin barm og endurskoða samskipti sín við annað fólk. Dvöl þeirra lendir líka í uppnámi þegar þær komast að því að hinn hommafælni rasisti og karlremba, lögreglustjórinn Dollar, er á hælunum á þeim, en þær höfðu kynnst honum fyrr í ferðinni.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (1)

Þessi mynd er eftirlíking af áströlsku myndinni Pricilla en sú mynd er snilld. Þetta er mjög léleg eftilíking svona eins og lélegt ljósrit. Snipes er ekkert lítið hjákátlegur, öruggleg...

Framleiðendur

Amblin EntertainmentUS
Universal PicturesUS