Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Perdita Durango 1997

(Dance with the Devil)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. júní 1999

Get On The Road

126 MÍNSpænska

Perdita Durango hittir Romeo Dolorosa, glæpamann sem er einskonar æðsti prestur sértrúarsafnaðar sem tilbiður djöfulinn og fer reglulega og örugglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Hann er beðinn um að vinna verkefni fyrir glæpaforingjann Santos, en meðal þess sem hann þarf að gera er að flytja fóstur úr mönnum sem notuð eru til tilrauna í snyrtibransanum.... Lesa meira

Perdita Durango hittir Romeo Dolorosa, glæpamann sem er einskonar æðsti prestur sértrúarsafnaðar sem tilbiður djöfulinn og fer reglulega og örugglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Hann er beðinn um að vinna verkefni fyrir glæpaforingjann Santos, en meðal þess sem hann þarf að gera er að flytja fóstur úr mönnum sem notuð eru til tilrauna í snyrtibransanum. Áður en þau geta hafið verkefnið þurfa þau að færa fórn til að blíðka guði sína, og þá hitta þau ungt bandarískt par og ræna því. Perdita nauðgar stráknum og Romeo nauðgar stúlkunni, en síðan ætla þau að fórna þeim. Eiturlyfjalögga leitar að þeim, en hún er faðir stúlkunnar sem var rænt, og er gamall félagi sem Romeo sveik auk þess sem hann skuldar honum fullt af peningum. Honum líkar ekki hvað hann sér í spilunum ....... minna

Aðalleikarar


Myndin fjallar um Pertidu Durango(Rosie Perez) og samband hennar við mexíkóska glæpa- og töframanninn Romeo Dolorosa. Hann býður henni með sér á búgarð sinn í Mexíkó þar sem hann framkvæmir særingar fyrir áhorfendur gegn borgun. Þar notar hann mannslík við framkvæmdina. Pertidu finnst þetta ekki alveg nógu spennandi svo hún leggur til að þau ræni manneskju sem hann gæti svo fórnað. Inn á milli vinnur Romeo verkefni fyrir stórglæpamenn. Þegar þau hafa rænt tveimur menntaskólanemum til þess að nota við særingarnar, mistekst atriðið og þau verða að flýja til Las Vegas, þar sem Romeo þarf að ljúka verkefni, með fíknólögguna Woody(James Gandolfini) á eftir sér. Úr þessu verður æsispennandi eltingaleikur. Myndin er full af kynlífi og grófu ofbeldi, en finnst mér því ekki ofgert á þann hátt að skemmi fyrir. Rosie Perez skilar hlutverki sínu afar vel og James Gandolfini á stórleik. Javier Barden en eini leikari myndarinnar sem ekki stendur undir væntingum og á það til að detta úr karakter. Annars er þetta stórgóð mynd og ætti enginn að láta hana framhjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einstaklega ógeðfelld mynd sem veltir sér upp úr algjörlega tilgangslausu ofbeldi. Eini ljós punkturinn við hana er James Gandolfini sem leikur löggu sem eltist við frekar ógeðfellt par sem leikin eru af Rosie Perez og Javier Barden. Parið sem eru hetjur myndarinnar eru frekar óáhugaverðar og ógeðfelldar persónur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrælgóð spennumynd sem býður upp á allt, ofbeldi og kynlíf. Rosie Peres er virkilega skemmtileg leikkona sem lyftir þessari mynd vel upp. Unnendur spennumynda kíkiði á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn