Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er mjög góð mynd. Bill Pullman og Oliver Platt eru góðir í myndinni og hún er líka spennandi allan tímann og svolítið ógeðsleg. Hún fær 3 og hálfa stjörnu hjá mér.
Þegar ég frétti af Lake Placid bjóst ég við mynd af AnacondaCongo planinu. Mér fannst Anaconda og Congo báðar vera mjög skemmtilegar myndir sem áttu betra skilið en þær fengu; þetta eru svona "guilty pleasure" myndirnar mínar. Ég bjóst sem sagt við svona camp-fíling í Lake Placid. Hún kom mér á óvart, en ekki á góðan hátt. Myndin byrjar mjög vel ("mjög" er kannski of langt gengið...) sem svona dularfull skrímslamynd en breytir svo um gír og breytist í grínmynd. Þetta er ekki svo slæm breyting þar sem myndin er mjög fyndin. En um leið og hún verður svona fyndin byrjar maður að spurja sig: er maður að hlæja að bröndurunum í myndinni, eða að myndinni sjálfri? Myndin er hallærisleg og hún er léleg. Það er raunverulega ekkert gott í henni, en þar sem hún er svona ótrúlega hallærisleg og er ekkert að reyna að fela það, þá verður hún skemmtileg fyrir vikið. Það versta við myndina er það að hún er of stutt og endar alveg hræðilega. Lake Placid er alls ekki þess virði að eyða pening í, en það er alveg hægt að hafa gaman af henni. Svo er hún líka soldið spennandi. Með betra handriti hefði hún verið frábær, en þetta er samt besta myndin um risakrókódíl í Maine sem gerð hefur verið.
Í afviknu vatni í Maine fylki gerist það einn daginn að kafarisem er að merkja otra er bitinn í tvennt. Yfirvöld á staðnum senda lögreglustjóra ásamt veiðiverði (Bill Pullman) til þess að rannsaka málið.Fréttir af atvikinu berast til náttúrusafns í New York og er steingervingafræðingur (Briget Fonda) þaðan send til Maine, ástæður fyrirþví eru reyndar hálf langsóttar. Það kemur fljótt í ljós að um risakrókódíl er að ræða og í framhaldi af því hefst kapphlaup um að fanga eða drepa hann áður en hann nær að éta fleira fólk. Krókódíllinn er tölvugerður eins og við má búast og er þokkalega raunverulegur en til samanburðar má nefna að eðlurnar í Jurassic Park voru mun betur gerðar. Það er slatti af þokkalega spennandi atriðum í myndinni en henni er klúðrað með nokkrum fáránlegum hlutum, t.d. tekur krókódíllinn í eitt skipti í akkeri á bát og dregur hann. Það virðist vera einhver óskrifuð regla í handritinu að aðalpersónurnar tvær, veiðivörðurinn og steingervingafræðingurinn, verði að enda saman og rómantíkin á milli þeirra tveggja virðist vera ansi þvinguð vægast sagt. Nánast öll samtöl þeirra eru handónýt fyrir vikið en aftur á móti er mjög skondið samspil milli lítt gáfaða lögreglustjórans og sérviturs prófessors nokkurs (Oliver Platt) sem tekur þátt í leitinni. Línur eins og "They hide information like that in books!" bjarga húmornum í myndinni. Það hefði ekki verið erfitt að laga handritið svo að hérna hefði verið um fyrsta flokks spennumynd en því miður verða gallarnir til þess að myndin nær sér ekki yfir meðallag. Ég gekk sáttur úr salnum en þetta var langt frá því að vera eftirminnileg reynsla.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$27.000.000
Tekjur
$56.870.414
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
12. nóvember 1999
VHS:
29. mars 2000