Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Detroit Rock City 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. desember 1999

Kiss The Rules Goodbye.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
The Movies database einkunn 33
/100

Fjórir meðlimir miðskólahljómsveitarinnar Mystery gera allt sem þeir geta til að komast á tónleika með rokkhljómsveitinni KISS í Detroit árið 1978. Til að komast á tónleikana þá þurfa þeir að stela, svíkja, fara á Adamsklæðin, og eiga við mömmu sem er á móti rokki, og í raun gera allt sem þau þurfa að gera til að komast á tónleika með hljómsveitinni... Lesa meira

Fjórir meðlimir miðskólahljómsveitarinnar Mystery gera allt sem þeir geta til að komast á tónleika með rokkhljómsveitinni KISS í Detroit árið 1978. Til að komast á tónleikana þá þurfa þeir að stela, svíkja, fara á Adamsklæðin, og eiga við mömmu sem er á móti rokki, og í raun gera allt sem þau þurfa að gera til að komast á tónleika með hljómsveitinni sem hefur veitt þeim svo mikinn innblástur sem tónlistarmönnum.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Fjörug og hress gamanmynd sem gerist árið 1978 og fjallar um fjóra unglingspilta sem ætla sér svo innilega að fara á tónleika með Kiss en svo reynist það vera hægara sagt en gert. Og þetta er í sjálfu sér beinagrind söguþráðarins en þessi mynd Detroit rock city er bara það ærslafull og inniheldur svo góðan húmor(geðveikt fyndið þegar presturinn át pítsu með marihúana)að útkoman verður bara góð. Sá leikari sem stendur sig best er Edward Furlong sem er hér óvenjulega góður og jafnvel svalur, allavega af svona ungum leikara að vera. Tónlistin er fín, ekki bara Kiss heldur margir aðrir flytjendur líka. En endirinn er ekki nógu fullnægjandi og klisjur eru til staðar þannig að tvær og hálf stjarna er sanngjörn einkunn. Nokkuð góð mynd, ekki frábær en nokkuð góð. Ekkert að því að kíkja á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Detroit Rock City er bara fín mynd, hún fjallar um fjóra vini sem dýrka hljómsveitina Kiss og gera allt til þess að komast á tónleika með þeim. Einn daginn þegar þeir eru í eðlisfræði tíma þá heyra þeir í útvarpinu að sá sem er fyrstur að hringja inn á útvarpsstöðina fær 4 miða á Kiss tónleikana í Detroit. Einn af þeim stelst úr tímanum og nær að hringja inn og fær miðana það eina sem þeir þurfa að gera er að fara til Detroit og ná í miðana. ATH þeir sem hafa ekki séð þessa mynd og ætla að sjá hana HÆTTIÐI AÐ LESA NÚNA. Þannig að þeir fara til Detroit og ná í miðana og þá komast þeir að því að sá sem hringdi inn sagði bara fyrra nafnið sitt í flýri því hann var svo spenntur. Það þíðir að þeir fá ekki miðanna og á endanum berja þeir hvorn annan og segja að einhverjir gaurar hafi barið þá og stolið af þeim miðunum. Þannig að þeir komust inná tónleikana útaf því að miðarnir voru teknir af hinum útaf því að öryggisverðirnir trúðu því sem vinirnir 4 sögðu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er tvímælalaust ein af skemmtilegustu kvikmyndum sem ég hef séð!!! Ég er að vísu mjög hrifinn af KISS sem hljómsveit og því hefur það kannski eitthvað að segja en mér fannst hún allavega alveg sprenghlægileg og svo er svo auðvelt fyrir rokkara eins og mig að lifa sig inn í hlutverk piltanna. Ég held hins vegar að myndin hefði ekki hrifið mig jafn mikið ef þetta hefðu verið strákar að fara á Wet Wet Wet eða Faithless tónleika. Leikurunum var heldur alls ekki ábótavant. Skylduáhorf fyrir alla KISS aðdáendur og rokkara yfirhöfuð! ... You wanted the best, you got the best, the greatest band on earth..... KISS!!!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg í lagi ræma um fjóra vini sem ætla á Kisstónleika árið 1978. Full af kúk, piss, brund, hass og ælubröndurum sem eru oftast fyndnir, öfugt við venjuna. Best þótti mér þó þegar grínið beindist að þeim Kiss-bræðrum sjálfum - "Kiss myndu aldrei gefa út diskólög". Þrátt fyrir að persónusköpun risti ekki djúpt eða myndin sé ekki líkleg til Óskars er þetta fyrirtaks grín og má alveg hlæja sig máttlausan á köflum. Mætti jafnvel benda á að Shannon Tweed, eiginkona Gene Simmons, leikur lítið en skemmtilegt hlutverk, og einnig pornógoðið Ron Jeremy.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hress gamanmynd sem gerist á níunda áratugnum og fjallar um ferð fjögurra unglingsdrengja til Detroit að sjá átrúnaðargoðin sín í hljómsveitinni Kiss á tónleikum. Hlutirnir byrja að fara úrskeiðis áður en þeir eru lagðir á af stað og þegar strangtrúuð móðir eins þeirra sem telur Kiss vera útsendara djöfulsins kemst að fyrirætlunum þeirra reynir hún að senda drenginn í kaþólskan heimavistarskóla og brenna tónleikamiðana þeirra. Félagarnir deyja samt ekki ráðalausir því að fyrir þeim væri fátt verra en að missa af þessum stórtónleikum. Ekki er mikið um fræga leikara í myndinni fyrir utan Edward Furlong sem skilar hér frammistöðu sem er í fullkomnu samræmi við stíl myndarinnar. Ég hafði gaman af þessari mynd en hún er samt frekar einföld og inniheldur dálítið af klisjum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn