Náðu í appið
Night at the Golden Eagle

Night at the Golden Eagle (2001)

"one night can reveal a lifetime"

1 klst 27 mín2001

Eftir sjö ára fangelsisvist þá er Tommy sleppt lausum og fyrrum félagi hans Mick bíður hans.

Rotten Tomatoes41%
Metacritic32
Deila:

Söguþráður

Eftir sjö ára fangelsisvist þá er Tommy sleppt lausum og fyrrum félagi hans Mick bíður hans. Mick er fyrrum fangi sem hefur hætt í glæpunum og vinnur sem húsvörður í klámsverslun og býr í hinu lélega og skítuga Golden Eagle hóteli í Los Angeles. Hann segir Tommy að hann hafi lagt fyrir 2,5 þúsund dollara og sé búinn að kaupa tvo miða til Las Vegas handa þeim. Áform Mick eru að finna vinnu í spilavíti og hefja nýtt líf með gamla vini sínum á góðum stað. Golden Eagle er staður þar sem vændiskonur hitta viðskiptavini sína og aumingjar og vesalingar búa. Þegar Mick fer í vinnuna síðasta kvöldið, þá kemur Tommy með vændiskonuna Amber inn í herbergi til að stunda með henni kynlíf. Amber vinnur með vinkonu sinni Sally á götunni og hórumangari þeirra er hinn sterki Rodan. Tommy nær ekki að standa sig í rúminu með Amber og hún gerir grín að honum. Tommy verður reiður og drepur Amber. Þegar Mick kemur aftur í herbergið, þá finnur hann líkið. Verða þetta endalok drauma Mick.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Shangri-La EntertainmentUS