Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Species II 1998

(Species 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. október 1998

Mating season begins...

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 9% Critics
The Movies database einkunn 19
/100

Sonur öldungadeildarþingmanns og fyrsti maðurinn sem steig fæti á Mars, Patrick Ross, kemur heim úr ferð sinni til plánetunnar rauðu og er hylltur sem hetja. Hann hefur unnið ótrúlegt afrek, en er um leið hýsill fyrir hættulegustu litningasamsetninguna í alheiminum. Eitthvað hefur yfirtekið líkama hans, einskonar afbrigði af geimverulitningum sem áður hefur... Lesa meira

Sonur öldungadeildarþingmanns og fyrsti maðurinn sem steig fæti á Mars, Patrick Ross, kemur heim úr ferð sinni til plánetunnar rauðu og er hylltur sem hetja. Hann hefur unnið ótrúlegt afrek, en er um leið hýsill fyrir hættulegustu litningasamsetninguna í alheiminum. Eitthvað hefur yfirtekið líkama hans, einskonar afbrigði af geimverulitningum sem áður hefur komist til jarðar, og menn hafa þróað áfram í rannsóknarstofum. Núna er eina von mannkynsins, konan sem reyndi að eyða litningnum. Dr. Laura Baker sem er búin að endurskapa geimverur úr frosnum fósturvísi á rannsóknarstofu, en það er nákvæmlega eins og það sem geimfarinn hefur í líkama sínum, nema að hennar geimvera, Eve, er í dvala og er hálf geimvera og hálfur maður. Þegar önnur lífvera af sama kyni og Eve hefur samband við hana þá fer hún í tilfinningalegt uppnám. Hún vill sýna mannkyninu trygglyndi, en á sama tíma þá hefur hún gríðarlega þörf fyrir að fjölga sér. Ross er ýtt út í stjórnmál af föður sínum, öldungardeildarþingmanninum. Hver einasta kona sem fer í rúmið með Ross, sem nú er orðinn haldinn mjög mikilli kynþörf, verða umsvifalaust ófrískar, og fóstrin þroskast hratt og drepa móðurina. Ross felur þessi afkvæmi á fjölskyldubúgarðinum, og lögreglan fer að uppgötva mynstur í dauða fjölskyldumeðlima. Á rannsóknarstöðinni eru vísindamenn að rannsaka Eve, og Dr. Laura Baker áttar sig á að Eve hefur tengsl við Ross með fjarskynjun. Press Lennox og Colonel Burgess átta sig á að hægt er að nota Eve til að ná í skottið á Ross. Geimfarinn Dennis Gamble slæst í hóp með Lennox og Baker og smátt og smátt þrengist hringurinn um Ross. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Ég fór á þessa mynd af því að ég frétti að það væri hægt að hlæja að henni - hún væri svo léleg. Ég er svoldið fyrir svona lélegar myndir en mig gat aldrei dottið í hug hversu léleg hún yrði! Hún er svo niðurdrepandi og léleg að manni langar til að flá þá sem gerðu þennan hrylling lifandi. Ömurlegur leikur, lélegar brellur og fáránlegt handrit. Ömurlegur þvættingur í alla staði!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrátt fyrir slæmar umfjallanir varð ég hreinlega að sjá þessa mynd þar sem ég er dálítið áhugasamur um vísindaskáldskap. Þar sem ég hafði mjög litlar væntingar olli myndin mér ekki miklum vonbrigðum en það verður samt að segjast eins og er að á köflum er hún alveg fáránlega léleg. Tæknibrellurnar minna oft á lélega splatter mynd og þó að grunnhugmyndin á bakvið handritið sé ekki alvitlaus þá er útfærslan fyrir neðan allar hellur. Það gerir myndina áhorfanlega að augnayndið Natasha Henstridge er í henni en fyrir þá sem hafa ekki séð myndina ráðlegg ég að sleppa því bara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn