Jakob the Liar
1999
Fannst ekki á veitum á Íslandi
When all hope was lost, he invented it.
120 MÍNEnska
29% Critics 40
/100 Sagan gerist í Póllandi árið 1943. Búðareigandinn Jakob er kallaður inn í miðstöð gyðingahverfisins þegar hann er gripinn úti þegar útgöngubann er að ganga í gildi. Á meðan hann bíður eftir þýska foringjanum, þá heyrir Jakob útsendingu í útvarpinu um að sovéski herinn sé á hreyfingu og sé að sækja fram gegn Nasistum. Þegar hann er kominn aftur... Lesa meira
Sagan gerist í Póllandi árið 1943. Búðareigandinn Jakob er kallaður inn í miðstöð gyðingahverfisins þegar hann er gripinn úti þegar útgöngubann er að ganga í gildi. Á meðan hann bíður eftir þýska foringjanum, þá heyrir Jakob útsendingu í útvarpinu um að sovéski herinn sé á hreyfingu og sé að sækja fram gegn Nasistum. Þegar hann er kominn aftur í gyðingahverfið, þá segir Jakob vini sínum frá því sem hann heyrði í útvarpinu og orðrómurinn byrjar að kvisast út, um að það sé leynilegt útvarp í hverfinu. Jakob notar tækifærið til að breiða út von í hverfinu með því að halda áfram að segja skáldaðar sögur sem hann heyrir í "leyni útvarpinu sínu." Jakob á sér hinsvegar alvöru leyndarmál, en það er að hann er að fela unga gyðingastúlku sem flúði úr bílalest á leið í útrýmingarbúðir. ... minna