Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Jakob the Liar 1999

When all hope was lost, he invented it.

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Sagan gerist í Póllandi árið 1943. Búðareigandinn Jakob er kallaður inn í miðstöð gyðingahverfisins þegar hann er gripinn úti þegar útgöngubann er að ganga í gildi. Á meðan hann bíður eftir þýska foringjanum, þá heyrir Jakob útsendingu í útvarpinu um að sovéski herinn sé á hreyfingu og sé að sækja fram gegn Nasistum. Þegar hann er kominn aftur... Lesa meira

Sagan gerist í Póllandi árið 1943. Búðareigandinn Jakob er kallaður inn í miðstöð gyðingahverfisins þegar hann er gripinn úti þegar útgöngubann er að ganga í gildi. Á meðan hann bíður eftir þýska foringjanum, þá heyrir Jakob útsendingu í útvarpinu um að sovéski herinn sé á hreyfingu og sé að sækja fram gegn Nasistum. Þegar hann er kominn aftur í gyðingahverfið, þá segir Jakob vini sínum frá því sem hann heyrði í útvarpinu og orðrómurinn byrjar að kvisast út, um að það sé leynilegt útvarp í hverfinu. Jakob notar tækifærið til að breiða út von í hverfinu með því að halda áfram að segja skáldaðar sögur sem hann heyrir í "leyni útvarpinu sínu." Jakob á sér hinsvegar alvöru leyndarmál, en það er að hann er að fela unga gyðingastúlku sem flúði úr bílalest á leið í útrýmingarbúðir. ... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn