Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Jackie Chan leikur hér kokk sem kann Kung Fu. Sjónvarpsfréttakona sem tók upp eiturlyfjaviðskipti er elt og þegar Jackie fer út úr kokka þættinum sínum rekst hann á hana og hún stingur á hann spólunni sem viðskiptin eru á. Þá byrja eiturlyfjabraskararnir að ráðast á Jackie en hann skilur ekkert og ver sig eins og hann einn getur. Hann loksins finnur myndbandið og skilur allt og ræðst til atlögu við aðal baróninn í næstum óbyggðri glæsivillu sinni. Ógleymanlegt atriði þegar Jackie ræðst inn á risa námutrukk og brýtur alla glugga með flauti. Eins og alltaf státar myndin af flottum bardagaatriðum enda hefur Jackie Chan fengið margar viðurkenningar fyrir skipulagningu í bardagaatriðum sínum. Hér sannast enn og aftur að Jackie Chan er með þeim allra færustu bardagamönnum sem komið hafa fram í kvikmyndum með Jet Li og Bruce Lee meðtöldum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
26. júní 1998
VHS:
9. ágúst 1998