Aðalleikarar
Leikstjórn
Vissir þú
Rapparinn og leikarinn Ice Cube samþykkti að leika hlutverk Superfly þar sem honum líkaði nafnið og af því að hann horfði á TMNT teiknimyndir með syni sínum.
Kvikmyndagerðarmennirnir nefndu sem helsta innblástur fyrir útlit og listrænan stíl teiknimyndarinnar kvikmyndirnar Spider-Man: Into the Spider-Verse (2018), Jackie Chan slagsmálamyndina Ging chaat goo si (1985) Hung fan kui (1995), glæpadramað Chung Hing sam lam (1994), Boogie Nights (1997) og verk kvikmyndatökumannsins Emmanuel Lubezki og leikstjórans Spike Jonze.
Ólíkt því sem tíðkast við gerð teiknimynda þá hljóðritaði leikaraliðið raddir sínar saman en ekki sitt í hvoru lagi. Á einni upptöku eru því oft allt að sjö leikarar í hljóðverinu. Þetta umhverfi gaf tökuliðinu kost á að bregðast við hverju öðru og spinna jafnóðum.
Útlit Splinter var byggt á leikaranum Danny DeVito og Jeff Bridges, einkum í myndinni The Big Lebowski frá 1998 þar sem hann leikur slugsarann Dude.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Seth Rogen, Evan Goldberg, Brendan O'Brien
Frumsýnd á Íslandi:
9. ágúst 2023