Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ágætis háskólamynd með meðal leikurum. Reyndar er tónlistin í myndinni afspyrnu léleg en það vantar mikið uppá til þess að hún nái American Pie sem var pjúra snilld. Engin minnistæð atriði, Drive Me Crazy er frekar slöpp en slefar þó tvær stjörnur.
Þessi mynd er ein fyndnasta og skemmtilegasta "gelgjumyndin" sem ég hef séð. Hún er með góðum leikurum s.s. Melissu Joan Hart og Adrien Grenier. Ég gef henni 4 stjörnur vegna þess hve fyndin og skemmtileg hún er.
Þrátt fyrir afspyrnu lélegt auglýsingaplakkat reyndist þetta vera hress og skemmtileg unglingamynd sem fjallar um ástarmál og flækjur í lífi nokkra menntaskólakrakka. Aðalpersónurnar eru strákur og stelpa sem eru nágrannar og voru æskuvinir þangað til skólafélagslífið stíaði þeim í sundur og þau fundu sér samastað í ólíkum félagshópum. Þannig vill til að þau lenda bæði í vandræðum með ástarlífið á sama tíma og gera með sér samkomulag um að þykjast vera par til þess að gera ákveðnar manneskjur afbrýðisamar. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að giska á hvert þetta leiðir allt saman en leiðin sem liggur þangað er skemmtileg og oft á tíðum skondin. Þó að beinagrindin af söguþræðinum sé í raun mjög lík öðrum unglingamyndum sem nýlega hafa verið gerðar svo sem She's All That og 10 Things I Hate About You þá fannst mér þessi mynd alls ekki vera endurtekning. Engin stór nöfn er að finna meðal aðalleikara en flestir sleppa samt vel frá sínu. Fyrir fólk eins og mig sem hefur lúmskt gaman af unglingamyndum ætti þessi ekki að valda vonbrigðum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$8.000.000
Tekjur
$22.593.409
Vefsíða:
www.foxmovies.com/drivemecrazy
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
7. janúar 2000