Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hress mynd hvar Matthew Perry leikur náunga sem er álitinn hommi af misskilningi. Yfirmaður hans(Dylan Mcdermott)sendir hann til að njósna um hjákonu sína(Neve Campbell) og hefst þá atburðarrás sem er ánægjulegt að horfa á og stefnir út í kraftmikinn endi. Ágætis mynd í heild en ekki mjög fyndin. Það er þó ekki hægt að gagnrýna hana fyrir það því hún er augljóslega frekar skrifuð sem melódrama með gamansömu ívafi heldur en beinlínis gamanmynd. Allavega er það það sem ég sá. Neve Campbell er snilldarleikkona og ef að hennar hefði ekki notið við hefði ég örugglega gefið myndinni ekki nema tvær stjörnur. Matthew Perry, Dylan Mcdermott og Oliver Platt eru líka fínir en Neve bara eignar sér alla myndina. Alls engin snilld en horfanleg og vel það.
Þessi mynd er frábær fyrir alla aldurshópa yfir 12 ára, hún er að mestu leiti gamanmynd en það kemur smá drama í millitíðinni. Leikararnir eru frábærir, þetta er besta mynd sem ég hef séð eða með þeim bestu, American Beauty er ein þeirra líka en Three to Tango er samt betri en hún, ég gef henni augljóslega fjórar stjörnur.
Góð skemmtun, það er mikill plús að hún er alveg laus við þennan væmna kafla sem einkennir svo oft þessar grínmyndir. Matthew Perry virðist vera fastur í hlutverkum sem er sama týpan og í Friends. Hann ætti að reyna að næla í öðruvísi hlutverk áður en allir fá ógeð á týpunni hans. Neve er góð en mér finnst hún ekki alveg passa sem gullfallega stúlkan sem heillar alla. Þetta er mynd sem maður bíður eftir að komi út á vídéo eða á stöð 2.
Ég fór ekki allveg strax á three to tango og var þessvegna búin að heyra margt um myndina sem var allt einhvernvegin svona: ÆÐISLEG MYND,VERÐUR AÐ SJÁ HANA og FYNDNASTA MYND ALLRA TÍMA!!!!!! Ég býst við því að það sé nokkurn veginn því að kenna að ég varð fyrir vonbrigðum þegar ég fór að sjá hana. Samt er þetta ágætlega vel leikin mynd og það eru örugglega margir sem hafa gaman af henni.
Þetta er alveg ótrúlega fyndin mynd! Mathew Perry leikur mjög vel og er eins og alltaf mjög fyndinn. Handritið er mjög gott og ótrúlegt hvað hann lendir í. Þetta er mjög góð grínmynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
19. maí 2000