Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Three to Tango 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. maí 2000

All's fair in the war of love.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Oscar Novak er metnaðarfullur ungur arkitekt á uppleið. Hann og félagi hans Peter Steinberg eru nýbúnir að landa stóru verkefni; að búa til tillögu að hönnun að nýju margmilljóna dollara menningarmiðstöð í Chicago fyrir viðskiptajöfurinn Charles Newman. Til að fá meiri athygli þá hefur Newman fengið erkióvini þeirra félaga, og fyrrum viðskiptafélaga,... Lesa meira

Oscar Novak er metnaðarfullur ungur arkitekt á uppleið. Hann og félagi hans Peter Steinberg eru nýbúnir að landa stóru verkefni; að búa til tillögu að hönnun að nýju margmilljóna dollara menningarmiðstöð í Chicago fyrir viðskiptajöfurinn Charles Newman. Til að fá meiri athygli þá hefur Newman fengið erkióvini þeirra félaga, og fyrrum viðskiptafélaga, hina griðarlega vinsælu Decker og Strauss, til að keppa um verkefnið á móti þeim. Charles er ánægður með hvað Oscar leggur mikið kapp í verkefnið, og ákveður að biðja hann um eitt aukaverkefni; að njósna um hjákonu sína Amy, konu sem Charles er jafn annt um og fjárfestingar sínar. Eftirlit Oscar gengur ekki sem allra best, en hann verður fljótt hrifinn af Amy, sem er falleg en þrjósk listakona, sem hrífst af honum á móti. Honum til skapraunar, þá er Oscar hugsanlega búinn að finna draumastúlkuna, en draumurinn verður skammvinnur, þegar hann áttar sig á því að hinn afbrýðisami Charles hefur úthlutað honum verkefninu af því að hann hélt að hann væri samkynhneigður. Vonleysi hans vex enn þegar hann áttar sig á að Amy heldur líka að hann sé hommi. Vinir hans, fjölskylda og jafnvel ókunnugt fólk úti á götu heldur nú að hann sé hommi. En hinn gagnkynhneigði Oscar er nú orðinn frægasti samkynhneigði maðurinn í Chicago, og líf hans er allt farið í rugl. Þegar hann fær viðurkenningu sem hommi ársins í viðskiptalífinu, þá verður Oscar að ákveða hvort hann ætli að halda blekkingarleiknum áfram og tryggja sér stærsta verkefni lífs síns og góða vináttu við stúlkuna sem hann elskar, eða á hann að taka afleiðingunum og koma út úr skápnum og segja heiminum að hann sé í raun, gagnkynhneigður?... minna

Aðalleikarar


Hress mynd hvar Matthew Perry leikur náunga sem er álitinn hommi af misskilningi. Yfirmaður hans(Dylan Mcdermott)sendir hann til að njósna um hjákonu sína(Neve Campbell) og hefst þá atburðarrás sem er ánægjulegt að horfa á og stefnir út í kraftmikinn endi. Ágætis mynd í heild en ekki mjög fyndin. Það er þó ekki hægt að gagnrýna hana fyrir það því hún er augljóslega frekar skrifuð sem melódrama með gamansömu ívafi heldur en beinlínis gamanmynd. Allavega er það það sem ég sá. Neve Campbell er snilldarleikkona og ef að hennar hefði ekki notið við hefði ég örugglega gefið myndinni ekki nema tvær stjörnur. Matthew Perry, Dylan Mcdermott og Oliver Platt eru líka fínir en Neve bara eignar sér alla myndina. Alls engin snilld en horfanleg og vel það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er frábær fyrir alla aldurshópa yfir 12 ára, hún er að mestu leiti gamanmynd en það kemur smá drama í millitíðinni. Leikararnir eru frábærir, þetta er besta mynd sem ég hef séð eða með þeim bestu, American Beauty er ein þeirra líka en Three to Tango er samt betri en hún, ég gef henni augljóslega fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð skemmtun, það er mikill plús að hún er alveg laus við þennan væmna kafla sem einkennir svo oft þessar grínmyndir. Matthew Perry virðist vera fastur í hlutverkum sem er sama týpan og í Friends. Hann ætti að reyna að næla í öðruvísi hlutverk áður en allir fá ógeð á týpunni hans. Neve er góð en mér finnst hún ekki alveg passa sem gullfallega stúlkan sem heillar alla. Þetta er mynd sem maður bíður eftir að komi út á vídéo eða á stöð 2.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór ekki allveg strax á three to tango og var þessvegna búin að heyra margt um myndina sem var allt einhvernvegin svona: ÆÐISLEG MYND,VERÐUR AÐ SJÁ HANA og FYNDNASTA MYND ALLRA TÍMA!!!!!! Ég býst við því að það sé nokkurn veginn því að kenna að ég varð fyrir vonbrigðum þegar ég fór að sjá hana. Samt er þetta ágætlega vel leikin mynd og það eru örugglega margir sem hafa gaman af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er alveg ótrúlega fyndin mynd! Mathew Perry leikur mjög vel og er eins og alltaf mjög fyndinn. Handritið er mjög gott og ótrúlegt hvað hann lendir í. Þetta er mjög góð grínmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn