Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna

The Cider House Rules 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. mars 2000

A story about how far we must travel to find the place where we belong.

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 75
/100
Fékk Óskarsverðlaun fyrir besta handrit eftir áður útgefnu efni, og Michael Caine fékk Óskarinn fyrir leik í aukahlutverki.

Homer er munaðarleysingi á afskekktu munaðarleysingjahæli í St. Cloud, Maine. Enginn vill ættleiða hann, en hann verður eftirlæti stjórnanda hælisins, Dr. Larch, sem miðlar til hans öllu sem hann kann í læknavísindunum, og Homer verður mjög fær, en próflaus, læknir. En Homer dreymir um líf utan hælisins. Þegar Wally og hin þungaða Candy heimsækja hælið,... Lesa meira

Homer er munaðarleysingi á afskekktu munaðarleysingjahæli í St. Cloud, Maine. Enginn vill ættleiða hann, en hann verður eftirlæti stjórnanda hælisins, Dr. Larch, sem miðlar til hans öllu sem hann kann í læknavísindunum, og Homer verður mjög fær, en próflaus, læknir. En Homer dreymir um líf utan hælisins. Þegar Wally og hin þungaða Candy heimsækja hælið, þá veitir Dr. Larch þeim örugga, en ólöglega, fóstureiðingu. Homer fer með þeim til að vinna á eplabúgarði Wally fjölskyldunnar. Wally er kvaddur í herinn, og skilur Homer og Candy ein eftir. Hvað mun Homer læra um lífið og ástina í eplahúsinu? Hvað um örlögin sem Dr. Larch hafði ætlað honum? ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Stórfengleg og afar eftirminnileg kvikmynd sem var tilnefnd til sjö óskarsverðlauna 1999, þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins, fyrir bestu leikstjórnina, bestu listrænu leikstjórnina, bestu kvikmyndatónlistina og kvikmyndaklippingu. Hún hlaut tvenn óskarsverðlaun; fyrir besta leik í aukahlutverki karla og fyrir besta handritið byggt á áður útgefnu efni. Hér segir af lækninum Wilbur Larch (Michael Caine) sem stjórnar munaðarleysingjahæli í Maine. Er sagan hefst er komið fram á fimmta áratuginn og hefur hann stjórnað heimilinu í allmörg ár. Hann er sem verndarengill í augum barnanna þar og er óumdeildur leiðtogi á staðnum og er mjög virtur, bæði í augum starfsmanna heimilisins og ekki síst krakkanna. Hann framkvæmir ólöglegar fóstureyðingar en hefur jafnframt orð fyrir að vera hæfur læknir. Einn af munaðarleysingjunum er Homer Wells (Tobey Maguire), sem verið hefur undir handarjaðri Wilburs alla tíð og hefur verið einn af augasteinum hans og hefur Wilbur gert hann að sérlegum aðstoðarmanni sínum við fóstureyðingarnar til þess að beina honum á þau braut að taka við heimilinu eftir sinn dag. Hann vill að hann verði eftirmaður sinn og viðhaldi því óbreyttu eftir að hans nýtur ekki við. En hugur hans stefnir í aðrar áttir og er ungt par kemur að hælinu (Charlize Theron og Paul Rudd) uppgötvar hann að hans hlutskipti er ekki að dvelja þar heldur að skoða heiminn og uppgötva hvað hann býður uppá. Hann ákveður því að halda með þeim og fylgja þeim eftir. Wilbur er ekki sáttur við þessa ákvörðun hans og vonast enn eftir því að hann muni snúa aftur í fyllingu tímans og taka við valdasprotanum. Leið Homers liggur loks í eplatínslubúgarð þar sem hann starfar sem eplatínslumaður og er humarveiðari í hjáverkum. Að því kemur að hann þarf að takast á við gang lífsins, hann verður miðpunkturinn á nýja staðnum og verður ástfanginn í fyrsta sinn og þarf að taka á erfiðleikum hversdagslífsins. En hvert verður hlutskipti hans; að ílengjast á eplabúgarðinum eða að taka við hinu stóra hlutskipti að stjórna hinu hjartríka munaðarleysingjahæli, eða mun hugur hans jafnvel stefna á annað. Wilbur bíður og vonar að hann muni snúa aftur, en er hann að byggja upp falsvonir gagnvart honum? Mun skylduræknin kalla á Homer heim á hælið eða fer hann um heiminn? Þetta er eins og fyrr segir stórfengleg kvikmynd sem allir kvikmyndaunnendur ættu að fella hugi við og ættu að njóta til fulls. Senuþjófur myndarinnar er án nokkurs vafa breski óskarsverðlaunahafinn Michael Caine, sem vinnur hér enn einn leiksigurinn og hreppti önnur óskarsverðlaun sín sem besti leikari í aukahlutverki fyrir meistaralega túlkun sína á lækninum (hann vann óskarinn áður fyrir stórleik sinn í kvikmynd Woody Allen "Hannah and Her Sisters" árið 1986). Hann hefur sjaldan verið betri en í þessu hlutverki og vinnur sér endanlega sess sem einn besti leikari aldarinnar. Hann verðskuldaði hiklaust óskarinn þótt að í raun allir leikararnir sem voru tilnefndir með honum hafi verðskuldað óskarinn (Haley Joel Osment, Tom Cruise, Michael Clarke Duncan og Jude Law). Enda minntist á þá alla og hrósaði þeim sérstaklega í eftirminnilegri þakkarræðu við afhendingu Óskarsins 26. mars sl. Af öðrum leikurum má sérstaklega minnast á Tobey Maguire og Charlize Theron sem vinna hér leiksigur og sanna endanlega að þau eru mjög fjölhæfir leikarar. Einnig má minnast á Kathy Baker, Erykah Badu, Delroy Lindo og Kate Nelligan. Myndin er hreint úr sagt afbragð; leikstjórinn sænski Lasse Hallström skilar af sér ógleymanlegri kvikmynd sem slær á alla helstu tilfinningastrengina. Tónlist Rachel Portman er hreinn og beinn unaður og er meistaravel gerð og er hún rauður þráður í gegnum gervalla myndina, og kvikmyndatakan er sannkallað augnakonfekt. Handrit John Irving er sannkallað afbragð sem verðskuldaði óskarinn hiklaust, það er afar vel gert og er grunnurinn að hinni meistaragóðu kvikmynd. Leikararnir standa sig allir einstaklega vel, og sérstaklega má minnast á krakkana sem fara á kostum í hlutverkum munaðarleysingjanna á hælinu. Hver sá sem fær ekki smá verk í hjartað sitt yfir hinum hversdagslegu atburðum sem gerast þar er eitthvað sko undarlegur. Fyrsta flokks kvikmynd sem ég gef fjórar stjörnur og mæli eindregið með. Hún er ómetanlegt meistaraverk og er hiklaust ein besta kvikmynd ársins 1999. Ekki missa af henni!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórkostleg bíómynd. Ég get ekki sagt annað. Ég er ekki hissa á því að hún hafi sópað að sér Óskarstilnefningum, og bæði Michael Caine og John Irving voru vel að styttunni komnir. Myndin gerist á 5. áratugnum á munaðarleysingjahæli í Maine. Dr. Wilbur Larch er sem faðir í augum barnanna þar, og hann framkvæmir jafnframt ólöglegar en öruggar fóstureyðingar. Einn munaðarleysinginn er Homer Wells (Tobey Maguire), sem Larch dáir og elskar og vill að verði læknir eins og hann sjálfur. En dag einn kemur par að hælinu (Charlize Theron og Paul Rudd) og Homer uppgötvar að hann vill skoða heiminn og upplifa eitthvað nýtt. Hann fer með þeim og gerist eplatínslumaður og humarveiðari með fjölskyldu Candy (Theron) og verður loks ástfanginn af henni. Larch reynir sífellt að fá Homer til að koma aftur en Homer er staðráðinn í að standa sig. Hann kynnist aragrúa óvenjulegs fólks (þ.á m. Delroy Lindo, Kate Nelligan og Erykah Badu) og lærir að njóta lífsins og þess sem það býður upp á. En skylduræknin kallar alltaf - fer Homer aftur á hælið? Myndin er frábær; Lasse Hallström skilar af sér mynd sem slær á alla tilfinningastrengi. Tónlist Rachel Portman er hreinn unaður, og kvikmyndatakan er augnakonfekt. Leikararnir standa sig sérlega vel, og sérstaklega má minnast á krakkana sem leika skarann á hælinu. Sá sem fær ekki smá verk í hjartað yfir atriðunum sem gerast þar er eitthvað undarlegur. Fyrsta flokks bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Afar vandað drama sem gerist á fimmta áratugnum og fjallar um fólk sem vinnur á munaðarleysingjahæli ásamt þeim börnunum sem þar dvelja. Þar dvelur líka einn rúmlega tvítugur drengur að nafni Homer Wells (Tobey Maguire) sem ekki hefur tollað hjá þeim fósturfjölskyldum sem hann lenti hjá þó að hann sé langt frá því að vera vandræðabarn. Læknirinn á hælinu, Wilbur (Michael Caine) kom honum hálfpartinn í föðurstað og gerði hann að aðstoðarmanni sínum við læknastörfin. Það gerist síðan einn daginn að Homer fær löngun til þess að kynnast einhverju nýju og yfirgefur hælið með pari sem kom þangað til þess að láta framkvæma fóstureyðingu, en það er nokkuð sem Wilbur á erfitt með að kyngja. Það má með sanni segja að hér sé um að ræða margbrotna mynd sem hefur mikið af undirplottum og litríkum aukapersónum. Persónusköpunin er fyrsta flokks og raunveruleg, aldrei er fallið í þá gryfju að hafa persónur alslæmar eða algóðar. Eins og ég tók henni fjallar þessi mynd í raun og veru um þá togstreitu hvort maður eigi að vera trúr rótum sínum eða gera það sem er best fyrir sjálfan sig og hvort maður vilji njóta lífsins sem mest eða láta gott af sér leiða. Þetta eru verðug umhugsunarefni og myndin nær að vinna vel úr þeim ásamt flestu öðru. Leikur er allur fyrsta flokks, ungi leikarinn Tobey Maguire er frábær í aðalhlutverkinu og Michael Caine einnig í hlutverki læknisins, hann hlaut einmitt Óskarinn fyrir hlutverk sitt. Ofurskutlan Charlize Theron er líka í sínu dýpsta hlutverki hingað til og sýnir að hún er ekki bara snoturt andlit. Í stuttu máli einstök mynd sem skilur eitthvað eftir sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

10.09.2014

Franskur veitingastaður fær verðuga samkeppni

Samfilm frumsýnir The Hundred-Foot Journey föstudaginn 12. september. Framleiðendurnir Steven Spielberg og Oprah Winfrey bjóða uppá sannkallaða veislu í The Hundred-Foot Journey. Svíin Lasse Hallström leikstýrir myndinni en hann leikstýrði meðal annars m...

20.07.2014

Patriot leikkona látin 21 árs

Leikkonan Skye McCole Bartusiak, sem lék unga dóttur Mel Gibson í myndinni The Patriot frá árinu 2000, er látin aðeins 21 árs að aldri. Hún lést á heimili sínu í Houston. Móðir Bartusiak sagði The Associated Press fréttas...

20.03.2013

Frumsýning: Safe Haven

Sena frumsýndir myndina Safe Haven á föstudaginn næsta, þann 22. mars í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Myndin fjallar um unga konu á flótta sem finnur skjól í litlum bæ þar sem hún tekur s...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn