Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ok, mig minnti að þessi mynd hefði verið betri. Kannski var það bara af því að maður var nýbúinn að sjá Armageddon þegar hún kom út (hún var bara slök). Stórslysamyndir er alveg sérflokkur í kvikmyndum. Það er búið að gera myndir um örugglega öll disaster sem hægt er að hugsa sér, eldgos, jarðskjalfta, fárviðri og svo framvegis (man reyndar ekki eftir flóði). Eins og flestar af þessum myndum eru stórar stjörnur á svæðinu sem skila sýnu eins vel og hægt er miðað við handrit. Bestir eru reynsluboltarnir Morgan Freeman og Robert Duvall. Ég var alveg búinn að fá nóg af væmninni í Elijah Wood og gellunni sem hann var að elta. Þetta varð í raun allt of BANDARÍSKT með tilheyrandi klysjum. Myndin er samt vel gerð og þegar steinninn loks lendir á jörðinni er það allt saman mjög flott og sannfærandi, bara ekki alveg þess virði að horfa á alla myndina til að sjá.
Virkilega leiðinleg mynd. Þó hún toppi mynd eins og The Core, er skemmtanagildi hennar algjörlega glatað. Gef henni eina stjörnu aðallega út af brellum. Þetta er mitt mat, ég veit ekki með ykkar.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Michael Tolkin, Bruce Joel Rubin
Framleiðandi
Paramount Pictures
Kostaði
$75.000.000
Tekjur
$349.464.664
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
15. maí 1998
VHS:
27. október 1998