Mér fannst þessi mynd bara fín skemmtun og Natalie Portman er ansi góð leikkona. Mjög sorgleg þó á köflum en það er bara mitt álit.
Where the Heart Is (2000)
"Laughter is harder... Friendship is stronger... Trust is deeper... When it comes from the heart."
Hin 17 ára gamla Novalee Nation hefur búið allt sitt líf í hjólhýsi, og er hjátrúarfull, ómenntuð og ófrísk.
Öllum leyfð
Kynlíf
BlótsyrðiSöguþráður
Hin 17 ára gamla Novalee Nation hefur búið allt sitt líf í hjólhýsi, og er hjátrúarfull, ómenntuð og ófrísk. Fyrir utan kærasta hennar og föður ófædds barns hennar, Willie Jack Pickens, þá er hún ein í heiminum og á enga peninga. Á leiðinni frá heimili þeirra í Tennessee til Bakersfield í Kaliforníu, þar sem þau ætla að flytja, þá yfirgefur Willie Jack Novalee, í smábænum Sequoyah í Oklohoma. Hún er þar matar- og peningalaus, og endar með að búa á laun í Wal-Mart verslun bæjarins. Dvöl hennar í Sequoyah lengist, og hún smátt og smátt eignast vini meðal bæjabúa, sem aðstoða hana, meðal annars alkóhólista í bata, Sister Husband, sem er einstæð móðir og hjúkrunarkonan Lexi Coop, sem skírir börn sín í höfuðið á ruslfæði. Aðrir vinir hennar eru ljósmyndari Wal Mart, Moses Whitecotten, og bókasafnsvörðurinn Forney Hull, bráðsnjall maður sem upprunalega er frá New England. Allt þetta fólk hjálpar Novalee, en það verður sjálft einnig fyrir áhrifum af kynnum sínum af henni, en hvert og eitt þeirra glímir við hluti sem koma í veg fyrir að þau geti notið lífsins til fulls. Forney verður ástfanginn af Novalee, og henni finnst hún þurfa að taka ákvörðun um hvernig hún geti sem best hjálpað honum. Hún fær aðstoð við ákvörðunina úr óvæntri átt.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda (2)
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráJú jú, bara hin fínasta mynd. Fjallar í stuttu máli um unga konu sem fæðir barn sitt í Wal-Mart (bandarískri verslunarkeðju) og reynir að fóta sig í lífinu sem einstæð móðir. Virkile...
Framleiðendur























