Náðu í appið
Center Stage

Center Stage (2000)

"Life doesn't hold tryouts"

1 klst 55 mín2000

Eftir inntökupróf eru 12 ungir dansarar teknir inn í American Ballet Academy.

Rotten Tomatoes42%
Metacritic52
Deila:
Center Stage - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:BlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Eftir inntökupróf eru 12 ungir dansarar teknir inn í American Ballet Academy. Þeir þurfa að keppa að því að komast að lokum inn í American Ballet Company eftir úrtökusýningu. Spennan vex milli Jonathan, dansahöfunds sem er kominn á efri ár, og Cooper, besta dansarans, sem vill einnig vera dansahöfundur. Hin frábæra Maureen á framtíðina fyrir sér, en hún sér að tíminn líður hratt og hún er að missa af því að lifa lífinu. Jody, sem er hugsanlega ekki rétt vaxin fyrir dansinn og skortir réttu tæknina, vekur upp áhuga hjá Cooper. Hin bráðlynda Eva, sem er með munninn fyrir neðan nefið, elskar að dansa, en örlög hennar virðast vera þau að ná ekki að vera fremst í flokki. Úrtökusýningin mun ákvarða örlög þeirra allra.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (1)

★★★★★

Vá hvað þessi mynd er góð!!! Án efa besta ballettmynd sögunnar, það er allt gott við þessa mynd. Söguþráðurinn, æsingurinn, ofsinn og allt það. Þvílíkt snilldarhandrit og leikarar...

Framleiðendur

Columbia PicturesUS
Laurence Mark ProductionsUS