Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ótrúlega öflug mynd um manninn Seth Davis sem er hættur í háskóla og byrjar að stofna ólöglegt spilavíti í Bronx. En þegar fjölskyldan finnur það út þá verður faðir hans reiður og segir honum að vinna sig upp úr botninum. Seth hittir vin sinn gamlan á spilavítinu og útvegar hann honum vinnu í verðbréfabissnessinum eða kallað J.T Marlin. En þegar Seth fer að finna út vondu hlið bransans lendur hann í djupan votan skít sem engin leið er út úr. Þessa mynd var ætluð mér í bíó en aldrei varð ég heillaður á söguþræðinum þannig ég tók hana upp 13.október 2001 og þá sá ég gæði þessar myndar. Vin Diesel, Nia Long, Jamie Kennedy, Ron Rifkin, Ben Affleck, Scott Caan, Tom Everett Scott, Jim Abrahams og náttúrulega Giovanni Ribisi aðalkallin eða Seth Davis koma við í myndinni og gera myndina betri. Myndin heldur alltaf sínu jafnvægi og sínir hvernig nútíma verðbréfa svindlarar græða á svindli.
Fínasti "dramaþriller" um ungan mann úr Bronx að nafni Seth sem fær einn dag tækifæri til þess að ganga í lið við öflugt hlutabréfasölufyrirtæki. Seth er afar metnaðargjarn og kemst fljótlega á beina braut innan fyrirtækisins en það kemur í ljós að ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það yfirleitt ekki satt. Giovanni Ribisi (sennilega einna þekktastur sem bróðir furðufuglsins Phoebe úr Friends) fer með aðalhlutverkið og skilar því vel frá sér. Einnig fer Ben Affleck með frekar smátt hlutverk sem yfirmaður í fyrirtækinu. Handritið er vel unnið fyrir utan pínulítið snubbóttan endi, persónurnar eru flestar vel skrifaðar og áhugaverðar og samtölin oft á tíðum mjög beitt og skemmtileg. Tengsl aðalpersónunnar við fjölskylduna sína spila stóran þátt í sögunni og gefa myndinni þá dýpt sem nauðsynleg er til þess að gera góða kvikmynd úr þessari grunnhugmynd. Tónlistin og klippingin gefa myndinni dálítið nútímalegt yfirbragð þó að rapptónlistin sem heyrist oft passi kannski ekkert sérstaklega vel við. Ég fór ekki með miklar væntingar á þessa mynd en hún kom svo sannarlega skemmtilega á óvart. Mæli með þessari.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
9. júní 2000