Náðu í appið
Öllum leyfðMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Boiler Room 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. júní 2000

There's no such thing as making too much money or taking too many risks

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Seth Davis hætti í miðskóla og rekur ólöglegt spilavíti úr leiguíbúð sinni. Það sem drífur hann áfram er óánægja stjórnsams föður hans með ólöglegt athæfi hans og þrá hans eftir alvöru auði. Seth fær ábendingu frá kunningja sínum Greg um að það sé laust starf lærlings í verðbréfamiðlun hjá litlu verðbréfafyrirtæki í útjaðri New York,... Lesa meira

Seth Davis hætti í miðskóla og rekur ólöglegt spilavíti úr leiguíbúð sinni. Það sem drífur hann áfram er óánægja stjórnsams föður hans með ólöglegt athæfi hans og þrá hans eftir alvöru auði. Seth fær ábendingu frá kunningja sínum Greg um að það sé laust starf lærlings í verðbréfamiðlun hjá litlu verðbréfafyrirtæki í útjaðri New York, JT MArlin, og hann fer í atvinnuviðtal og fær starfið eftir að hafa fengið kynningu hjá Jay, en í máli hans er ljóst að fyrirtækið setur það framar öllu öðru að græða peninga. Viðkvæmt samband Seth við föður sinn og daður frá Abbie, nægja til að hvetja Seth til dáða í þessu nýja starfi. Hann nær fljótt tökum á starfinu og selur grimmt og fær góðar tekjur, en þó fer hann að spyrja sig spurninga um hvort að starfsemin sé að öllu leyti lögleg, sem aftur leiðir huga hans til föður hans og hvort siðferði hans leyfi sér að halda áfram. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ótrúlega öflug mynd um manninn Seth Davis sem er hættur í háskóla og byrjar að stofna ólöglegt spilavíti í Bronx. En þegar fjölskyldan finnur það út þá verður faðir hans reiður og segir honum að vinna sig upp úr botninum. Seth hittir vin sinn gamlan á spilavítinu og útvegar hann honum vinnu í verðbréfabissnessinum eða kallað J.T Marlin. En þegar Seth fer að finna út vondu hlið bransans lendur hann í djupan votan skít sem engin leið er út úr. Þessa mynd var ætluð mér í bíó en aldrei varð ég heillaður á söguþræðinum þannig ég tók hana upp 13.október 2001 og þá sá ég gæði þessar myndar. Vin Diesel, Nia Long, Jamie Kennedy, Ron Rifkin, Ben Affleck, Scott Caan, Tom Everett Scott, Jim Abrahams og náttúrulega Giovanni Ribisi aðalkallin eða Seth Davis koma við í myndinni og gera myndina betri. Myndin heldur alltaf sínu jafnvægi og sínir hvernig nútíma verðbréfa svindlarar græða á svindli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fínasti "dramaþriller" um ungan mann úr Bronx að nafni Seth sem fær einn dag tækifæri til þess að ganga í lið við öflugt hlutabréfasölufyrirtæki. Seth er afar metnaðargjarn og kemst fljótlega á beina braut innan fyrirtækisins en það kemur í ljós að ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það yfirleitt ekki satt. Giovanni Ribisi (sennilega einna þekktastur sem bróðir furðufuglsins Phoebe úr Friends) fer með aðalhlutverkið og skilar því vel frá sér. Einnig fer Ben Affleck með frekar smátt hlutverk sem yfirmaður í fyrirtækinu. Handritið er vel unnið fyrir utan pínulítið snubbóttan endi, persónurnar eru flestar vel skrifaðar og áhugaverðar og samtölin oft á tíðum mjög beitt og skemmtileg. Tengsl aðalpersónunnar við fjölskylduna sína spila stóran þátt í sögunni og gefa myndinni þá dýpt sem nauðsynleg er til þess að gera góða kvikmynd úr þessari grunnhugmynd. Tónlistin og klippingin gefa myndinni dálítið nútímalegt yfirbragð þó að rapptónlistin sem heyrist oft passi kannski ekkert sérstaklega vel við. Ég fór ekki með miklar væntingar á þessa mynd en hún kom svo sannarlega skemmtilega á óvart. Mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.12.2009

Tían: Vanmetnustu myndir áratugarins

Topplistar eru alls staðar núna á helstu kvikmyndasíðum og þeim fer hiklaust fjölgangi á næstu vikum. Ég vil helst bíða með það að telja upp bestu myndir ársins '09 þangað til í janúar. Í staðinn finn ég eitthvað...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn