Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ekki eins dæmigerð og maður heldur
Prime er sérlega vel heppnuð gamanmynd með dramatísku ívafi. Þetta er lítil og róleg kvikmynd sem sýnir hversu gott kemur komið út úr því að sameina vandað handrit við áhrifaríkar frammistöður. Prime er einmitt slík mynd.
Ben Younger (Boiler Room) skrifar og leikstýrir af stakri prýði, þótt örfá merki minna gjarnan mikið á stíl Woody Allen. Hann virðist samt sérhæfa sig vel í mannlega þættinum og tekst honum jafnframt að mynda einstaklega sannfærandi rómantík sem er eins raunsæ og mögulega gerist á hvíta tjaldinu. Í mínum augum þá var ég mun meira heillaður alvarlegri hliðum handritsins heldur en kómísku. Myndin virkar vel sem gamanmynd, en kaldur raunveruleikinn sem hún sýnir gerir hana mjög jarðbundna og talsvert alvarlega. Meira að segja klisjurnar virka ekki á mann eins og klisjur, því einhvern veginn nær leikstjórinn að þræða þær svo vel inn í raunverulegt umhverfi.
Uma Thurman og Bryan Greenberg eru bæði tvö góð, og Maryl Streep mun ég ekki tala illa um í þetta sinn því hún gerir ekkert nema gott úr sinni rullu.
Svona til að staðfesta lokaskoðun mína á þessari mynd þá fannst mér hún koma vel út. Hún skilur kannski ekkert rosalegt eftir sig, en hún heldur manni við efnið, og þá vel. Kemur á óvart. Prófið að horfa á hana.
7/10
Prime er sérlega vel heppnuð gamanmynd með dramatísku ívafi. Þetta er lítil og róleg kvikmynd sem sýnir hversu gott kemur komið út úr því að sameina vandað handrit við áhrifaríkar frammistöður. Prime er einmitt slík mynd.
Ben Younger (Boiler Room) skrifar og leikstýrir af stakri prýði, þótt örfá merki minna gjarnan mikið á stíl Woody Allen. Hann virðist samt sérhæfa sig vel í mannlega þættinum og tekst honum jafnframt að mynda einstaklega sannfærandi rómantík sem er eins raunsæ og mögulega gerist á hvíta tjaldinu. Í mínum augum þá var ég mun meira heillaður alvarlegri hliðum handritsins heldur en kómísku. Myndin virkar vel sem gamanmynd, en kaldur raunveruleikinn sem hún sýnir gerir hana mjög jarðbundna og talsvert alvarlega. Meira að segja klisjurnar virka ekki á mann eins og klisjur, því einhvern veginn nær leikstjórinn að þræða þær svo vel inn í raunverulegt umhverfi.
Uma Thurman og Bryan Greenberg eru bæði tvö góð, og Maryl Streep mun ég ekki tala illa um í þetta sinn því hún gerir ekkert nema gott úr sinni rullu.
Svona til að staðfesta lokaskoðun mína á þessari mynd þá fannst mér hún koma vel út. Hún skilur kannski ekkert rosalegt eftir sig, en hún heldur manni við efnið, og þá vel. Kemur á óvart. Prófið að horfa á hana.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
28. apríl 2006