Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ein af þessum sem kemur hressilega á óvart. Ófyrirsjáanleg að langmestu leyti og í höndum góðrar leikstjórnar og leikara og handrit vel úthugsað. Frábær afþreying frá sálfræðilegu, siðfræðilegu, heimspekilegu og félagsfræðilegu sjónarmiði. Hvort sem það var góður leikur eða annað, þá voru ótrúlega margar persónur sem ég kunni illa við í myndinni og því var ég frekar pirruð í bland við spenninginn. En það er bara hluti af upplifuninni. Frumleg mynd með góðri tónlist og athyglisverðum pælingum. Svo ef þið eruð hugsandi heimspekingar endilega kíkið á Gossip.
Snúin og gleimskuleg mynd. Leikurinn er svona okei, handritið er aumt, leikstjórnin reynslulaus og söguþráðurinn er of snúinn. Myndin fær eina og hálfa stjörnu fyrir að vera svolítið spennandi og innihalda nokkura misteríu.
Guð minn góður, ég verð bara að kalla á Guð. Þetta er hræðileg mynd; leikurinn, HANDRITIÐ og bara allt saman. Allt of stutt og fjallar um: EKKERT. Takk fyrir.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
20. október 2000
VHS:
20. nóvember 2001