Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Tomcats 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. maí 2001

The Last Man Standing Gets The Kitty.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 14% Critics
The Movies database einkunn 15
/100

Fyrir sjö árum gerðu nokkrir vinir veðmál um að sá síðasti þeirra sem stæði uppi sem piparsveinn, myndi græða fullt af peningum. Núna, eftir að Michael Delaney er búinn að tapa fullt af peningum í spilavíti í Vegas, þá þarf hann að fá vin sinn Kyle til að giftast, svo hann geti fengið verðlaunaféð, svo hann geti greitt spilaskuldirnar.

Aðalleikarar


Undanfarið er ég búinn að sjá allt of margar myndir í þessum flokki, seinast hina hörmulegu, ‘Dude, where is my car’. Í ofanálag, þá finnst mér Jerry O’Connell sem ég þekki eingöngu frá þáttaröðunum ‘Sliders’ vera allt annað en skemmtilegur leikari. En, furðulegt nokk, þessi mynd er bara alls ekki svo slæm. Hér einbeita menn sér að því að gera nokkuð hraða gamanmynd með vitleysunni sem aðalmerki. Og það er ekki mikið um endurtekningar eins og oft vill verða í þessum myndum (þ.e. sami brandarinn endurtekinn út myndina), og hún er líka aðeins grófari heldur en venja er – þ.e.a.s. meira gerð fyrir aðeins eldri aldurshópa (hér í Þýskalandi er hún bönnuð innan 16). Það sem svolítið hrjáði myndina var að lítill metnaður var bæði við klippingu og leik. Leikararnir greinilega með hugann við útborgunardaginn í stað þess að vera reyna að sýna góðan leik. Og vitleysurnar í klippingu milli atriða voru fjöldamörg og augljós. Myndin kom heldur ekki út sem ein heild, heldur meira samansafn af klippum og fær maður það á tilfinninguna að þeir hafi búið til harðsoðinn söguþráð, myndað svo fullt af fyndnum atriðum og klippt þetta svo saman miðað við hvernig hvert atriði tókst til. Persónusköpun var voða léleg þegar kom að persónum Jerry og Shannon, en það sem alveg bjargaði var Jake Busey (sonur Gary Busey). Margur man kannski eftir Jake frá Starship Troopers þar sem hann lék ansi skemmtilega persónu. Jake gerði vel hér og var svona eini heilsteypti persónuleikinn í myndinni, sem er í sjálfu sér fyndið þar sem hann á að vera hálfklikkaður til að byrja með. Hvað um það, ég mæli með henni þessari sem skemmtilegri vitleysu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tomcats er ótrúlega fyndin og skemmtileg mynd og er mjög svipuð og American pie. Tomcats fjallar um mann sem vantar svakalega mikið peninga. Eina ráðið sem honum datt í hug var að finna kærustu handa vini sínum til að fá pening úr sjóð sem þeir félagar voru búnir að safna í. Sá sem myndi seinast gifta sig mundi fá allan peninginn. Ég gef Tomcats tvær og hálfa stjörnu bara fyrir fyndna brandara en alls ekki fyrir leikarana þeir hefðu mátt vanda sig aðeins betur, en það áttu nú allir sínu góðu hliðar!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tom Cats er bráðfyndin og skemmtileg grínmynd sem fjallar um mann sem þarf að finna vinkonu handa vini sínum til að fá pening úr sjóð. Piparsveina sjóð. Leikararnir eru reyndar lélegir en margir brandarar ganga upp þó að þeir geta verið ógeðslegir. Tónlistin er góð og TomCats er það einnig. HÚN ER MIKLU BETRI EN AULAGRÍNMYNDIRNAR Dude, Wheres my Car, Scary Movie Litle Nicky og the Replacement.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn