Náðu í appið
50
Bönnuð innan 16 ára

Scary Movie 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. september 2000

No mercy. No shame. No sequel.

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Hópur unglinga, Cindy Campbell, Bobby Prinze, Buffy Gilmore, Greg Phillipe, Ray Wilkins og Brenda Meeks, verða fyrir því að aka á mann, og losa sig við líkið, en núna er grímuklæddur fjöldamorðingi kominn á hæla þeirra; morðingi sem virðist vera ættaður úr hverri einustu hryllingsmynd sem gerð hefur verið. Fórnarlömb morðingjans hrannast upp, og fyrsta... Lesa meira

Hópur unglinga, Cindy Campbell, Bobby Prinze, Buffy Gilmore, Greg Phillipe, Ray Wilkins og Brenda Meeks, verða fyrir því að aka á mann, og losa sig við líkið, en núna er grímuklæddur fjöldamorðingi kominn á hæla þeirra; morðingi sem virðist vera ættaður úr hverri einustu hryllingsmynd sem gerð hefur verið. Fórnarlömb morðingjans hrannast upp, og fyrsta fórnarlambið er Drew Decker, lauslætisdrós bæjarins. Vinirnir verða nú að sleppa undan morðingjanum og hinni mjög svo þreytandi sjónvarpskonu Gail Hailstorm, ef þeir eiga að lifa af fram að næstu mynd ...... minna

Aðalleikarar


Mér finnst Scary Movie aðeins betri en Scream. Samanburðurinn er augljós því þetta er skopstæling á þeirri mynd. Fullt af senum úr öðrum myndum er líka gert grín af og þegar þetta fer allt saman í hakkavél þá verður útkoman stórgóð. Scary Movie hefur vel uppbyggðan söguþráð en sem gamanmynd er hún kannski ekki mjög vel heppnuð því fáir, einhverjir þó en fáir brandarar eru að virka. Á flestan annan hátt er hún mjög skemmtileg og endirinn kemur mikið á óvart en hann er stæling á klassíska meistaraverkinu The Usual Suspects. Scary Movie er ágætlega leikin en ekkert framúrskarandi á því sviði. Án alls vafa vel þess virði að sjá. Jafnvel oftar en einu sinni. Þrjár stjörnur frá mér.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Á djamminnu eitt hrekkjavöku kvöld þá keyra 6 vinir(Anna Faris, Jon Abrahams, Shannon Elisabeth, Regina Hall, Shawn Wayans, Lochlyn Munro) óvart á mann og henda honum í sjóinn. Eftir ár er Drew Decker(Carmen Elektra) ein vinsælasta stelpa skólans er myrt á hrekkjavöku og ein stelpan Cindy fær miða sem á stendur ÉG VEIT HVAÐ ÞÚ GERÐIR SEINUSTU HREKKJAVÖKU þá halda þau að einhver hafi séð þau, og ætla að drepa þau.

Scary movie er sprenghlægileg,ein af fyndnustu myndum sem ég hef séð en það gerir hana ekki góða. Leikurinn er slappur, leikstjórnin léleg ,handritið rosalega lélegt, það er engin saga, bara verið að gera grín og herma eftir scream og i know what you did last summer blandað saman við bull og þetta er ekki vel gerð mynd en það sem bjargar henni er hversu rosalega fyndin hún er. Scary movie gerir grín af hryllingsmyndum og aðalega i know... og Scream, sumir brandararnir eru of grófir fyrir yngri aldurshópa og þetta er svo sannarlega svört gamanmynd. En vá ég segi það aftur hún er sprenghlægileg og ég mæli mest með henni fyrir unglinga á aldrinum 13 til 18. Unglingar ATH:ekki horfa á scary movie með foreldrum,þetta er mynd sem maður horfir á með vinum sýnum eða í partýum eða afmælum.Þetta er samt ógeðsleg mynd,sumt bara ekki mjög smekklegt. Þið eigið von á DREP-fyndinni skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Scary movie er sprenghlægileg,ein af fyndnustu myndum sem ég hef séð en það gerir hana ekki góða.Leikur er slappur,handritið lélegt,það er engin saga,bara verið að gera grín af scream og i know what you did last summer blandað saman við bull,leikstjórnin er ekki mjög góð og myndatakan er heldur ekki góð,þetta er ekki vel gerð mynd en það sem bjargar henni er hversu rosalega fyndin hún er.Scary movie gerir grín af hryllingsmynd og aðalega i know.. og Scream,sumir brandararnir eru of grófir fyrir yngri aldurshópa og þetta er svo sannarlega svört gamanmynd.En vá ég segi það aftur hún er sprenghlægileg og ég mæli mest með henni fyrir unglinga á aldrinum 13 til 18.Alls ekki yngri og ekki fyrir þá sem er MJÖG viðkvæmir fyrir fyrir hryllingsmyndum,maður þarf að fýla þær til að hafa gaman af þessari.UNGLINGAR ATH:EKKI HORFA Á ÞESSA MEÐ FORELDRUM YKKAR,ÞETTA ER MEIRA SVONA PARTÝ MYND EÐA SEM MAÐUR HORFIR MEÐ VINUM SÍNUM.Þetta er samt ekkert það ógeðsleg mynd sumt bara ekki mjög smekklegt.ÞIð sem ætlið að sjá þessa,lesið það sem ég skrifaði að ofan og ef það á óvan á ekki við ykkur(hryllingsmyndafan eða mjög óviðkvæmir)þá er þetta ekki fyrir ykkur en þið hin getið átt von á mjög fyndinni skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ein af fyndnustu myndum dauðans sem ég hef séð.

Manni gæti fundist þetta vera hryllings mynd á milli atriða

en síðan kemur einhvað ógeðslega fyndið og það er það sem gerir þessa þessa mynd svona skemmtilega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Scary Movie er örugglega ein besta grínmynd sem komið hefur í langan tíma. Ég gjörsamlega grenjaði úr hlátri yfir sumum atriðum. Ef þið hafið séð Scream 1 þá er þetta svona eiginlega nákvæmlega eins nema gert grín af öllu saman. Aðeins komið inn í söguna I know what you did last summer og svo þegar maður heldur að myndin endi í tómu rugli þá koma þeir Wayans bræður með þá snilldar hugmynd að láta hana enda líkt og The Usuall Suspects. Besta skemmtun þessa árs síðan The Gladiator.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn