Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er ein furðulegasta mynd sem ég hef horft á ansi lengi. Manni finnst þetta eiginlega ekki mynd heldur auglýsing fyrir The Jerry Springer Show. Að vísu auglýsing í lengri kantinum. Þarna er sýndur fáranleiki þessara þátta og hvað fólk getur lagst lágt fyrir smá athygli. Ef þetta er þverskurður af Bandaríkjamönnum þá Guð hjálpi þeim. Jerry Springer er greinilega ekki mikill leikari hvað þá söngvari. Aðrir leikarar eru frekar slappir nema það má hafa gaman af svarta liðinu það reddar hálfri stjörnu. Það er eitt atriði í myndinni sem slær öllu út, það er þegar Jerry segir að það sé í lagi að fátækt og vitgrannt fólk lifi stóðlífi því ríka liðið geri það allt líka en það sé ekkert talað um það vegna þess að það lið á seðla. En ef þú vilt eyða hluta af kvöldi í að horfa á langa auglýsingu, þá gjörðu svo vel...
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Artisan Entertainment
Aldur USA:
R
VHS:
11. janúar 2000