Malena
2000
(Malèna)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 27. apríl 2001
A world at war. A young man coming of age. And the woman who changed his life forever
109 MÍNÍtalska
53% Critics 54
/100 Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna.
Nýr ítalskur gullmoli frá leikstjóranum Giuseppe Tornatore sem gerði Cinema Paradiso. Ungur drengur verður ástfanginn af föngulegri og íturvaxinni snót sem flytur í litla bæinn hans þrátt fyrir að hún sé mun eldri en hann. Það er hin gullfallega Monica Bellucci sem leikur aðkomukonuna en hún sást síðast í Under Suspicion á móti Gene Hackman og Morgan Freeman.... Lesa meira
Nýr ítalskur gullmoli frá leikstjóranum Giuseppe Tornatore sem gerði Cinema Paradiso. Ungur drengur verður ástfanginn af föngulegri og íturvaxinni snót sem flytur í litla bæinn hans þrátt fyrir að hún sé mun eldri en hann. Það er hin gullfallega Monica Bellucci sem leikur aðkomukonuna en hún sást síðast í Under Suspicion á móti Gene Hackman og Morgan Freeman. Eðlilega vekur koma hennar mikla athygli í bænum. Eiginkonurnar verða afbrýðissamar og karlarnir gerast lostafullir. Þetta gerir líf hennar ansi erfitt en drengurinn gerir sitt besta til að hjálpa henni oft í óþökk bæjarbúa með ófyrirséðum afleiðingum. Myndin gerist á dögum seinni heimstyrjaldarinnar og semur snillingurinn og Óskarsverðlaunahafinn Ennio Morricone (The Untouchables) hina hugljúfu tónlist sem svífur yfir bænum og túlkar tónlist hans þær ólgutilfinningar sem bærast í brjóstum bæjarbúa. Myndin hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og hlaut á dögunum tvær Golden Globe útnefningar m.a sem besta erlenda myndin og besta tónlistin.... minna