Náðu í appið
Valentine

Valentine (2001)

"Fall in love with terror this weekend. / Remember that kid everyone ignored on Valentine's Day? - He remembers you."

1 klst 36 mín2001

Það er Valentínusardagurinn árið 1988.

Rotten Tomatoes11%
Metacritic18
Deila:
Valentine - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Það er Valentínusardagurinn árið 1988. Hinn nördalegi Jeremy Melton þarf að þola hverja höfnunina á fætur annarri á skólaballinu, eftir að hann spyr fjórar vinsælar stúlkur hvort þær vilji dansa við hann. Eftir að sú fimmta, þybbin og óörugg segir já, þá enda þau á keleríi undir áhorfendapöllunum. Þegar hópur hrekkjusvína nær þeim, þá segir stúlkan að Jeremy hafi ráðist á sig. Þeir ákveða því að klæða hann úr öllum fötunum og lemja hann fyrir framan alla krakkana í skólanum. Nú víkur sögunni fram í tímann til ársins 2001. Við hittum nú fyrir stúlkurnar fimm sem voru á ballinu um árið, Kate, Paige, Shelly, Lily og hina fyrrum þybbnu Dorothy. Þær eru allar á þrítugsaldri núna og eru að reyna að vinna úr ástamálum sínum, sem er vel við hæfi, þar sem Valentínusardagurinn er á næsta leiti. Eftir misheppnað stefnumót við einhvern aula, þá er ein stúlknanna, sem er í læknanámi, myrt af grímuklæddum morðingja, sem sendi henni morðhótanir í formi Valentínusarkorts fyrir árásina. Eftir að hinar stúlkurnar fjórar koma saman við jarðarförina, þá fara þær allar að fá samskonar ógnandi kort og skilaboð. Í fyrstu skilja þær ekki hver gæti viljað meiða þær, en að lokum átta þær sig á að Jeremy gæti verið ábyrgur. Lögregluskýrslur sýna að Jeremy er gjörsamlega horfinn, og enginn veit hvernig hann lítur út. Gæti hinn fyrrum nördalegi Jeremy hafa farið í lýtaaðgerð, og breyst í einn af myndarlegu kærustum stúlknanna? En hver sem þetta er, þá þarf sú eina sem eftir verður að stöðva morðingjann áður en hún sjálf verður fyrir barðinu á honum á Valentínusardaginn.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Jamie Blanks
Jamie BlanksLeikstjóri

Aðrar myndir

Donna Powers
Donna PowersHandritshöfundur
Alessandro Fabrizi
Alessandro FabriziHandritshöfundur

Gagnrýni notenda (11)

★★★★★

Ég var um 11 ára þegar ég leigði Valentine með vini mínum sem ætlaði að gista og hvað við vorum hræddir.Við vorum alveg að drepast.Við leigðum líka Scream en ég varð ekkert hræddu...

Myndin er vægt til orða tekið mjög léleg. Hún er frekar léleg útgáfa af Scream og ekki var það mjög góð mynd. Morðinginn er meira að segja með grímu (reyndar ekki eins og í Scream) ...

Æ hvað það væri nú gaman ef fólk myndi bara hætta að búa til þessar helvítis unglingahrollvekjur (fyndið að þetta skyldi flokkast undir hrollvekjur því persólega finnst mér Sesame s...

★★★☆☆

Enn ein unglingahrollvekjan og er ekki eins slæm og við mátti búast. Í þetta sinn er þemað valentínusardagurinn og verkaði sú grunnhugmynd frekar ófrumleg en svo reyndist þetta vera hin s...

Mjög góð mynd sem morðinginn kemur mjög óvænt í ljós og mér finnst morðin skemmtilegust.þessi er þokkalega á topptíu hjá mér! veit ekki hvað annað ég ætti að skrifa en ég mæli ...

★☆☆☆☆

Mér fansst þetta er alveg skelfilega leiðinleg mynd, þó að mér finnist (oftast) gaman að hrollvekjum. Plottið var ógeðslega fyrirsjáanlegt (ein af þeim myndum sem maður veit alveg hverj...

Þegar ég sá Valentine fannst mér hún mun betri en ég hélt og hún var mjög vel leikin. Besta atriðið sem mér fannst var þegar hann lokaði stelpuna í nuddpottinum og líka þegar hann sk...

Nú getur fólk sem leggur leið sýna reglulega á videoleigur farið að vara sig því í misgripum gæti það hræðilega slys hent að taka Valentine! Þetta er án vara lélegasta mynd sem kem...

Hahahaha! Ég get ekki annað en hlegið! Á meðan ég skoða umsagnir þeirra sem hafa skrifað hér á undan get ég ómögulega varist hlátri. Af hverju? Ef þið fylgist eitthvað með gagnrýne...

Djöfulsins fáranlega þvæla! Þið getið lesið um plottið frá hinum umfjöllununum, ég vil bara vara alla við því að sjá þennan vanskapning af mynd!!! þetta er í fyrsta skipti á ævi ...

Jæja ég er víst sá fyrsti sem skrifar gagnrýni um þessa, sem mér finnst, nokkuð góð mynd. Hún kom mér mjög óvart, ég verð að segja það. Myndin byrjar á því að það var á valen...

Framleiðendur

NPV EntertainmentUS
Village Roadshow PicturesUS
Warner Bros. PicturesUS