Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Alex D. Linz leikur Max Keeble sem er að byrja í gaggó, það byrjar ekki vel þar sem hann er tekinn í gegn og hent í ruslagám, svo virðist sem skólastjórinn kunni ekkert of vel við hann. Eins og að þetta sé ekki nóg þá ákveða foreldrar hans að flytja og Max á aðeins eftir að vera með vinum sínum í nokkra daga. Max ákveður að þar sem hann sé að fara að flytja ætli hann að hefna sín á þeim sem eitthvað hafa gert á hans hlut. Myndin er greinilega hugsuð fyrir yngri áhorfendur þar sem hún gengur út á frekar ódýrt grín. Ef þú ert ekki yngri en 12 ára þá skaltu sleppa þessari.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Jonathan Bernstein, Mark Blackwell
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
27. september 2002
VHS:
13. janúar 2003