Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Hop 2011

(Hopp)

Frumsýnd: 1. apríl 2011

Big Game, Big Ears.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 24% Critics
The Movies database einkunn 41
/100

Hop segir frá Fred, atvinnulausum slugsara. Einn daginn þegar hann er annars hugar úti að keyra verður hann fyrir því óláni að keyra á og slasa páskakanínuna. Nú verður Fred að taka á honum stóra sínum og sjá til þess að Páskakanínan jafni sig til þess að koma í veg fyrir brostin hjörtu barna um allan heim. Fred áttar sig fljótt á því að það... Lesa meira

Hop segir frá Fred, atvinnulausum slugsara. Einn daginn þegar hann er annars hugar úti að keyra verður hann fyrir því óláni að keyra á og slasa páskakanínuna. Nú verður Fred að taka á honum stóra sínum og sjá til þess að Páskakanínan jafni sig til þess að koma í veg fyrir brostin hjörtu barna um allan heim. Fred áttar sig fljótt á því að það að hjúkra Páskakanínunni verður ekki auðvelt verk þar sem hún er versti gestur sem hugsast getur. En með aðstoð hvort annars geta þessir nýju "vinir" tekist á við hin ólíklegustu mál. Frá sjónarhóli Páskakanínunar þá lítur söguþráðurinn svona út: E.B. er ungur sonur páskakanínunnar og því páskakanína sjálfur. Hann hefur samt lítinn sem engan áhuga á þeim skylduverkefnum sem hvíla á herðum hans heldur vill hann miklu frekar spila á trommur allan liðlangan daginn. Hann dreymir nefnilega um að ganga í hljómsveit og verða fræg tónlistarkanína. Við þetta er faðir hans engan vegin sáttur og er ekkert að fela það fyrir syni sínum. Svo fer að E.B. ákveður að strjúka að heimann og fara bara sjálfur til Hollywood að freista gæfunnar. En E.B. kemst fljótlega að því að lífið í Hollywood er ekki sá dans á rósum sem hann hélt. En lukkan er hans megin þegar hann hittir fyrir mann að nafni Fred sem, eftir að hafa komist yfir undrunina sem fylgir því yfirleitt að hitta talandi páskakanínu, skýtur yfir hann skjólshúsi. Á sama tíma hefur faðir E.B. uppgötvað strok hans og ákveður að senda sínar bestu kanínur upp á yfirborðið til að ná í strákinn hvað sem það kann annars að kosta ... ... minna

Aðalleikarar

Alvin-aðdáendur munu hoppa hæð sína
Ég get alveg sætt mig við það að sumar barnamyndir eru bara ekki gerðar til að ná til breiðra hópa. Stundum vilja stúdíóin bara græða á markhópnum þegar þeir sjá hversu auðvelt það getur verið. Í tilfelli myndar eins og Hop þá vita aðstandendur að þeir geta lokkað smákrakkana í bíó vegna þess að þetta er páskamynd frumsýnd í kringum páskatímann, og hún hefur krúttlega kanínu í mennskum klæðnaði á plakatinu. Snilldin við það að markaðssetja bíómynd til ungra barna er líka sú að hún græðir í rauninni tvöfalt vegna þess að foreldrar þurfa oftast að fara með þeim. Þetta er skuggalega auðfenginn peningur þegar maður spáir í því. Maður tekur líka fljótt eftir því að þessi mynd reynir að haga sér eins og jólamynd, nema hún skiptir “stórhátíðunum” út svo hún skari meira fram úr. Þetta þýðir að myndin verður þá reglulega sýnd í sjónvarpi í kringum páska (þá fara fleiri dollarar að rúlla inn), alveg eins og jólamyndir - a.m.k. þessar frægu amerísku - eru stöðugt sýndar ár eftir ár.

Hop er kannski ekki mynd fyrir mig en hún er akkúrat það sem hún á að vera: Einföld, saklaus, barnaleg og klisjukennd. Við fullorðna fólkið höfum séð þessa sögu oft áður, fyndnari og ófyndnari en hérna, en það jákvæðasta sem ég get sagt er að þetta er langt frá því að vera það versta sem þú gætir setið með börnunum þínum yfir. Hún er t.a.m. aðeins skárri heldur en Alvin and the Chipmunks, sem segir mér að leikstjóranum fer eitthvað batnandi. Ekki það að ég haldi í mér andanum af spennu eftir næstu mynd hans.

Myndin er leikstýrð af Tim nokkrum Hill, og er hann skólabókadæmi um færibandsleikstjóra sem hugsar bara um aurinn. Maður skilur það svosem enda vantar mann oft pening. Það vilja heldur ekkert allir í bransanum verða næsti Spielberg og þegar þú færð svona góða útborgun út úr einhverju jafn metnaðarlausu og þessu ætti ekki að vera mikil ástæða til þess að breyta um atvinnustefnu. Smekksmenn kalla þetta að selja sál sína og því miður er haugur af svona fólki til í Hollywood. Hill er einn af þessum mönnum sem er bara þekktur fyrir eitt, og ef þú ert að gera barnamynd eftir uppskrift um talandi tölvugert dýr þá er hann maðurinn í verkið (tek það fram að hann gerði líka meistaraverkið Garfield: A Tale of Two Kitties). Hop er samt vaflaust skásta myndin hans af því hún hefur þrennt: flotta tölvugrafík sem smellur prýðilega við öll umhverfi, skondið cameo frá vönum manni og hálf ofvirkan James Marsden.

Ég veit ekki alveg af hverju það er en Marsden er bara einn af þessum leikurum sem mjög erfitt er að líka ekki við. Honum hefur tekist að standa eftirminnilega upp úr myndum sem eru varla þess virði að nefna (Death at a Funeral t.d.), og þessi á klárlega heima í þeim flokki. Fyrir utan það að vera heldur gamall fyrir hlutverkið sitt (37 ára maður að leika persónu sem ætti að vera 15 árum yngri) er hann í svo háum gír allan tímann að það er næstum því óskiljanlegt. Oftast í svona myndum eru leikararnir nánast sofandi. Marsden á þokkalegt samspil við röddina hans Russell Brand en eitthvað finnst mér samt rödd sóðalega Bretans passa illa. Það er afskaplega erfitt að fylgjast með persónunni án þess að tengja leikarann beint við hana, sama hversu mikið hann reynir að tóna sig niður í stælunum. Leiðinlegt samt miðað við hversu vel hann stóð sig sem Dr. Nefario í Despicable Me, enda átti hann albestu línuna í þeirri mynd.

Annars þýðir ekkert fyrir mig að teygja þessa umfjöllun neitt frekar. Ég stórefa að þetta sé mynd sem þú ætlar þér að sjá nema þú sért foreldri, mjög ung/ur að aldri eða með Asperger-heilkenni. Börnin munu skemmta sér vel en ég neita að gefa aðstandendum eitthvað klapp á bakið fyrir að þóknast þeim markhóp útaf því að börn þekkja sjaldan góðar og slæmar myndir í sundur (þ.a.l. er þetta auðveldasti markhópur í heimi til að þóknast). Hefði Hop gefið sér örlítið meira rými fyrir fleiri fullorðinsbrandara (hún gerir fáeinar tilraunir til þess en með löngu millibili), minnkað aðeins skrípalætin í lokahlutanum og haft einhverja hlýju þá fyrir okkur hin hefði þetta getað orðið bara hin ágætasta peningaryksuga.

5/10

Í lokin vil ég óska íslenskum foreldrum góðs gengis með að útskýra fyrir börnum sínum af hverju við höfum ekki páskakanínuna á klakanum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Átti þetta að vera jólamynd?
Hversu slæmt er það þegar fyndnasti hluti myndarinnar er kynningin á fyrirtækinu sem bjó til myndina? *hóst*.... Nei auðvitað, ég er að reyna tala við Microsoft Word, það mun enginn svara mér. En persónulega finnst mér það mjög slæmt. Illumination Entertainment bjuggu til Hop en þeir gerðu líka hina virkilega frábæru Despicable Me (sem ég kallaði alvöru barnamynd 2010). Í þeirri mynd voru helling af litlum gulum verum sem einkenndust af endalausum slap-stick húmor. Sú formúla virkaði hinsvegar svo óeðlilega vel að gulu verurnar voru gerðar að andliti fyrirtækisins, enda fyrsta full length myndin þeirra. Í byrjuninni á Hop kemur „Illumination Entertainment“ merkið og 2 gular verur eru eitthvað að sprella á skjánum í svona 10 sek. Myndin nær hápunkti sínum þar. Hop snýst sem sagt um son páskakanínunnar sem elskar ekkert meira en að tromma. Hann á hinsvegar að taka við sem hin eina sanna páskakanína en ákveður að flýja Easter Island og fara til Hollywood, því þar rætast allir draumar heimsins. Á sama tíma í „Hollywood“ er Fred O‘Hare atvinnulaus og býr heima hjá foreldrum sínum. Faðir hans er mjög vonsvikinn og finnst að hann ætti bara að redda sér einhverri vinnu. Fred er hinsvegar mjög týnd manneskja og veit ekkert hvað hann vill. Fred er btw leikinn af James Marsden sem er 38 ára gamall. Er það bara ég eða er það mjög, mjög rangt að láta hann túlka þetta hlutverk. Getur ekki annað verið en að karakterinn eigi að vera svona 24-30 ára miðað við aðstæður og einstaklega trega fjölskyldu.

Russel Brand snýr aftur til Illumination og tekur að sér hlutverk E.B, sem er sonur páskakanínunar. Það er auðvitað aldrei hægt að kvarta undan honum þó að þetta hlutverk passi eiginlega ekkert við hann. Það er hinsvegar flott þegar að Russel Brand hittir E.B og er eiginlega að tala við sjálfan sig. Myndin blandar saman raunveruleika og CGI þó nokkuð vel. Það sem gjörsamlega tortímir myndinni er sagan. Hop stelur svo miklu frá Santa Clause að ég vissi ekki hvort hún væri að gera grín að Santa Clause eða bara reyna vera Santa Clause (og nokkrar aðrar jólamyndir). Páskaungarnir eru hreindýrin, kanínan er jólasveinninn, verksmiðjan er eins og santa‘s workshop osfrv. Handritið er svo lélegt að þetta er eins og maður sé að horfa á Late Night with Jimmy Fallon (sem betur fer er sá surtur farinn úr SNL). Hver einasti brandari er misheppnaður og myndin reynir að vera svo miklu meira en hún er. Hop mun aldrei geta gert páskana að einhverri stórhátið þar sem framleiðendur keppast um að koma með stærstu páskamyndina, en það er einmitt það sem hún er að reyna gera.

Hangover innihélt yndislegt cameo með honum Mike Tyson en eftir það erum við búin að sjá t.d. Kevin Costner sem steiktur lögreglustjóri og P. Diddy sem kexruglaðan tónlistarútgefanda, ekki beint cameo bara annað sjónarhorn á þá. Hop mun án efa vinna cameo ársins 2011 þar sem hinn eini sanni Hoff er látinn líta út sem algjör guð. Það eru frábær atriði með Hoffaranum og munu án efa standa upp sem eftirminnanlegustu atriðin í myndinni, sérstaklega þar sem hann gerir yndislegt grín að sjálfum sér. Þetta er samt of lítill ferskleiki til að bæta upp þessa annars slæmu mynd.

Niðurstaða :. Hop reynir að vera eitthvað miklu stærra en hún er og tekur þessvegna ótal mörg feilspor á leiðinni. Vonandi verður næsta myndin þeirra miklu betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.03.2024

Hafa íbúar New York öllu gleymt?

Kvikmyndinni Ghostbusters: Frozen Empire, sem kemur í bíó núna á föstudaginn, gefst gullið tækifæri til að útskýra ýmsa undarlega hluti sem áttu sér stað í fyrri kvikmyndum í seríunni. Frá þessu er sagt á Scree...

19.03.2024

Kung Fu Panda 4 aftur vinsælust í bíó

Po, aðalhetjan í Kung Fu Panda fjögur, sýndi styrk sinn á íslenska bíóaðsóknarlistanum aðra vikuna í röð, en myndin er enn vinsælasta kvikmynd landsins og var með 5.800 áhorfendur um síðustu helgi. Í öðru sæti ...

17.03.2024

Hopkins segir atburðina geta endurtekið sig

Árið 1988, sendi BBC sjónvarpsserían “That’s Life!” út þátt um Nicholas Winton, fyrrum verðbréfasala sem hjálpaði til við að bjarga 669 börnum undan Nasistum í aðdraganda Seinni heimstyrjaldarinnar og Helfararinnar. Eins ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn