Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

The Man Who Cried 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. ágúst 2001

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 35% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Ung stúlka og faðir hennar skiljast að þegar hann fer til Bandaríkjanna, en hann ætlar að senda eftir henni síðar. Stuttu eftir að hann fer, þá kviknar í þorpinu þeirra og stelpan neyðist til að fara til Englands, þar sem hún tekur upp nafnið Suzie, og kemst að því að þó allt gangi henni í mót, þá hefur hún einn hæfileika, sönginn. Myndin segir frá... Lesa meira

Ung stúlka og faðir hennar skiljast að þegar hann fer til Bandaríkjanna, en hann ætlar að senda eftir henni síðar. Stuttu eftir að hann fer, þá kviknar í þorpinu þeirra og stelpan neyðist til að fara til Englands, þar sem hún tekur upp nafnið Suzie, og kemst að því að þó allt gangi henni í mót, þá hefur hún einn hæfileika, sönginn. Myndin segir frá lífi hennar þegar hún er ung kona, allt frá því hún flytur til Parísar og gengur í danshóp, þar til hún hittir sýningarstúlkuna Lola, og þegar hún verður ástfangin af sígaunanum Cesar, og þarf síðan að taka erfiðar ákvarðanir.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Yndisleg mynd um ástir og örlög á árum gyðingaofsóknanna. Sorgleg já, en líka fyndin, rómantísk og mjög vel leikin. Cate Blanchett fer í ótrúlegustu gervi sem leikkona og virðist geta leikið hvað sem er, -á því er engin undantekning hér. Christina Ricci er mjög sérstök -ég hef eiginlega alltaf kunnað vel við hana, en læt vera að lofa hana fyrir góðan leik þar sem hún leikur yfirleitt mjög svipuð hlutverk með sinn alvarlega og barnslega svip. Ég aftur á móti set Johnny Depp á topplistann minn yfir bestu leikarana og stefnir hann hratt í að verða minn uppáhalds leikari. Að sjá þessi mjög ólíku hlutverk, t.d. hér og í Pirates of the Caribbean og fylgjast með hvernig hann vinnur úr þeim. Hann er bara frábær leikari. Já þessi mynd er dramatísk en þó ekki eins og ég bjóst við og endirinn kom á óvart. Á einhverju af þessum rólegu og þægilegu kvöldum er margt verra að gera en að taka þessa mynd. Frumleg og falleg saga, hrífandi og minnisstæð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð mynd með ágætis leikurum. Þetta er svo stemmings mynd, þar sem áhorfandi með rétt hugarástand getur fengið allt í senn, gott handrit, fallega tónlist og ágætis leikræna tjáningu, en getur áræðanlega farið illa í einhvern. Ég mæli með þessari mynd fyrir þá sem vilja rólega dramatíska sög sem gerist á stríðstímum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eitt föstudagskvöld settist ég fyrir framan sjónvarpið og horfði á The man Who Died Cried é horfði á hana út af leikurunum og bjóst ekki við mynd sem ´rg mundi fíla. en ég límdist við skjáinn og gat ekki slitið mig frá honum. The Man Who Died Cried er ein besta mynd sem ég hef séð. Myndin fjallar um stúlku og þegar hún er svona 5 ára fer pappinn í vinnu til New York, en hún verður eftir meðan hann er koma undir sér fótunum. Em meðan hann er í New York kemur eitthvað fyrir þorpið þannig hún verður að fara til einhverja fósturforeldra sem eru allt í lagi. Hún endar síðan í Frakklandi að læra að dansa og leika, blandast ýmist inn í myndina ásamt að því að hún ætlar að finna pabba sinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn